Einn styður Ísrael og hinn Palestínu; báðum var sagt upp en aðeins annar endurráðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 10:52 Neel segist sannfærður um að það hafi átt þátt í ákvörðun NYU Langone að endurráða Masoud að nærri 100 þúsund undirskriftir söfnuðust honum til stuðnings. Getty/Noam Galai Upp er komið áhugavert mál í Bandaríkjunum þar sem tveimur læknum var sagt upp eftir að þeir deildu færslum á samfélagsmiðlum, annar til stuðnings Ísrael og hinn til stuðnings Palestínu. Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira