Geðheilsa í forgang – G-vítamín, gott fyrir geðheilsuna Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 10:30 Hlutverk landsamtakanna Geðhjálp er að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Við þurfum að muna að geðheilsa er ekki geðsjúkdómur, að geðheilsukvillar eru jafn algengir og líkamlegir kvillar og aðeins lítill hluti geðheilsubrests verður langvarandi. Huga þarf jafnt að geðheilsu og líkamlegri heilsu á hverjum degi. Geðhjálp hefur með ótal verkefnum lagt sitt af mörkum til að auka vitund fólks um hvað skiptir máli varðandi geðheilbrigði G-vítamínið er dæmi um slíkt sem landsmenn eru minntir á, nú á Þorranum. Stefna í geðheilbrigðismálum til 2030 hefur verið gerð og komið hefur verið á fót Geðráði. Geðráð var eitt af 9 atriðum sem Geðhjálp lagði fram sem lykilatriði til að setja geðheilsu í forgang. Í geðheilbrigðisáætluninni eru fjórir þættir settir á oddinn; forvarnir, heildræn geðheilbrigðisþjónusta, notendaáherslur og nýsköpun og vísindi. Þetta eru allt mikilvæg atriði sem Geðhjálp tekur undir en eins og fyrri stefna í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2016 til 2020 þá er aðgerðaráætlunin sem stefnunni fylgir ófjármögnuð. Arne Holte er lýðheilsusálfræðingur og vísindamaður, sem m.a. hefur unnið með norskum stjórnvöldum til að finna leiðir til að efla geðheilsu og nýta rannsóknir á ólíkum sviðum til að finna út hvernig fjármagni er best varið í málaflokkinn. Hans niðurstaða er að höfuðmarkmið geðheilbrigðisáætlana eigi að beinast að betri geðheilsu fyrir alla og að draga úr nýgengi geðraskanna. Höfuðáherslan eigi ekki að vera á fjölgun meðferðaúrræða, það sé of dýrt og gefi ekki þann samfélagslega ávinning sem sóst er eftir. London school of economics hefur reiknað það út að ef fjárfest sé í því að þjálfa börn félags- og tilfinningalega í skólum megi draga verulega úr þunglyndi og að hver króna sem sett sé í verkefnið skili sér fimmfallt meira til baka. Foreldraþjálfun í tengslum við mikilvægi tengslamyndunnar skili sér nífalt. Til mikils er að vinna því sjúkdómar tengdir geðheilsu eru dýrustu sjúkdómarnir. Þeir kosta samfélagið meira en hjartasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og öndunarfærasjúkdómar til samans. Töpuð lifiár eru flest hjá geðsjúkum og krabbameinssjúkum. Flestir sem fyrirfara sér eru ungir. Einn af hverjum þremur sem fer á örorku, fer á hana vegna geðsjúkdóma og meirihlutinn er ungt fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð, betri lyf, fjölgun fagmanna, úrræða og aðgengi að þjónustu dregur það ekki úr geðheilsubresti. Við höfum öll áhrif á geðheilsu, í samskiptum, tengslum og tækifærum. Þættir sem eru mikilvægir geðheilsu gerast utan þjónustukerfisins. Geðheilsa verður til í samskiptum manna, þar sem fólk býr, í fjölskyldunni, leikskólum, skólum, vinnustöðum, frítíma, menningu og íþróttum. Ef við náum að draga úr geðheilsubresti hjá börnum og unglingum, þó ekki væri nema örlítið þá gætum við komið í veg fyrir alvarlega bresti seinna á lífsleiðinni. Algengustu vandamálin og þau kostnaðarsömustu tengjast þunglyndi og kvíða sem byrja á unglingsárunum. Að mati WHO væri hægt að fyrirbyggja helming þeirra ef stjórnvöld og samfélagið setti meiri áherslu á forvarnir. Við gerum það t.d. með því að styrkja getu ungmenna til að ráða við tilfinningar, hugsun og halda góðum tengslum við aðra í gegnum félags- og tilfinningalegan lærdóm. Niðurstöður PISA sýna að við öll þurfum að taka okkur á til að sinna menntun og vera fyrirmyndir t.d. hvað varðar samkennd og að geta sett sig í spor annarra. Menntun kennara á öllum stigum og námskrár þurfa að endurspegla þekkingu á geðheilbrigði. Því fyrr í skólaferlinu sem við hugum að þessu þeim mun betra og kostar samfélag okkar minna. Þekking á þróun sjálfsmyndar og sjálfvirðingar og hvernig við finnum tilgang í lífinu verður seint metin til fulls. Þau sem hafa aðgengi að hóp/manneskju þar sem hægt er að deila hugsunum og tilfinningum án þess að vera dæmd styrkja geðheilsu sína. Enginn er eyland og efnisleg gæði segja ekkert til um góða geðheilsu. Við þurfum öll á hvort öðru að halda og að einhver þurfi á okkur að halda og að finna að það skipti aðra máli hvað við gerum og ekki gerum. Það brýtur niður geðheilsuna að þekkja engan, að enginn passi upp á þig og að öllum sé sama um hvað um þig verður. Við viljum ráða við hluti, geta eitthvað sem við erum stolt af og vera virk í samfélaginu. Það að eiga öruggt heimili, þar sem þú getur hugsað og prófað þig áfram í leik og starfi án þess að vera hrædd, verður aldrei nógu vel undirstrikað hversu mikilvægt það er fyrir geðheilsuna. Geðhjálp setti fram 9 atriði til að setja geðheilsu í forgang, hér hefur fyrst og fremst verið undirstrikað mikilvægi forvarna. Menn hamra á því að ákvarðanir eigi að byggjast á rannsóknarniðurstöðum og vísindum, því er það óskiljanlegt hvað geðheilsa er neðarlega í forgangsröðinni og að aðeins örlítið brot fjármagns fer í forvarnir. Allt sem við gerum til að fyrirbyggja alvarlegan geðheilsubrest sparar í þyngri endanum þar sem meðferðarþjónustan liggur. Ef við gætum boðið öllum sem nú kljást við geðheilsubrest meðhöndlun og eyddum öllum biðlistum myndi það fækka töpuðum árum um einn þriðja. Aukin fjárútlát í meðferðarhlutann hefur engin áhrif á nýgengi geðsjúkdóma eða töpuð lífsár. Mesti ávinningurinn felst í forvörnum. Geðheilbrigðisþjónustan er fjársvelt svo það sé undirstrikað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar þá eru fjáframlög til málaflokksins 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tima er áætlað að umfangið af heildinni sé um 25%. Geðheilsa varðar okkur öll og allir verða að taka þátt í að hlúa að henni hvað svo sem við aðhyllumst í pólítík, hver menntunarbakgrunnur okkar er eða starfsvettvangur. Setjum forvarnir í forgang og hugum að eigin G-vítamíni og annarra. Geðhjálp stendur í samstarfi við RÚV fyrir styrktarþættinum G-vítamín, gott fyrir geðheilsuna í kvöld. Samtökin hvetja landsmenn til að ljá söfnuninni lið. Hérna má lesa nánar um þáttinn: www.gvitamin.isog www.gedhjalp.is Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Hlutverk landsamtakanna Geðhjálp er að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Við þurfum að muna að geðheilsa er ekki geðsjúkdómur, að geðheilsukvillar eru jafn algengir og líkamlegir kvillar og aðeins lítill hluti geðheilsubrests verður langvarandi. Huga þarf jafnt að geðheilsu og líkamlegri heilsu á hverjum degi. Geðhjálp hefur með ótal verkefnum lagt sitt af mörkum til að auka vitund fólks um hvað skiptir máli varðandi geðheilbrigði G-vítamínið er dæmi um slíkt sem landsmenn eru minntir á, nú á Þorranum. Stefna í geðheilbrigðismálum til 2030 hefur verið gerð og komið hefur verið á fót Geðráði. Geðráð var eitt af 9 atriðum sem Geðhjálp lagði fram sem lykilatriði til að setja geðheilsu í forgang. Í geðheilbrigðisáætluninni eru fjórir þættir settir á oddinn; forvarnir, heildræn geðheilbrigðisþjónusta, notendaáherslur og nýsköpun og vísindi. Þetta eru allt mikilvæg atriði sem Geðhjálp tekur undir en eins og fyrri stefna í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2016 til 2020 þá er aðgerðaráætlunin sem stefnunni fylgir ófjármögnuð. Arne Holte er lýðheilsusálfræðingur og vísindamaður, sem m.a. hefur unnið með norskum stjórnvöldum til að finna leiðir til að efla geðheilsu og nýta rannsóknir á ólíkum sviðum til að finna út hvernig fjármagni er best varið í málaflokkinn. Hans niðurstaða er að höfuðmarkmið geðheilbrigðisáætlana eigi að beinast að betri geðheilsu fyrir alla og að draga úr nýgengi geðraskanna. Höfuðáherslan eigi ekki að vera á fjölgun meðferðaúrræða, það sé of dýrt og gefi ekki þann samfélagslega ávinning sem sóst er eftir. London school of economics hefur reiknað það út að ef fjárfest sé í því að þjálfa börn félags- og tilfinningalega í skólum megi draga verulega úr þunglyndi og að hver króna sem sett sé í verkefnið skili sér fimmfallt meira til baka. Foreldraþjálfun í tengslum við mikilvægi tengslamyndunnar skili sér nífalt. Til mikils er að vinna því sjúkdómar tengdir geðheilsu eru dýrustu sjúkdómarnir. Þeir kosta samfélagið meira en hjartasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og öndunarfærasjúkdómar til samans. Töpuð lifiár eru flest hjá geðsjúkum og krabbameinssjúkum. Flestir sem fyrirfara sér eru ungir. Einn af hverjum þremur sem fer á örorku, fer á hana vegna geðsjúkdóma og meirihlutinn er ungt fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð, betri lyf, fjölgun fagmanna, úrræða og aðgengi að þjónustu dregur það ekki úr geðheilsubresti. Við höfum öll áhrif á geðheilsu, í samskiptum, tengslum og tækifærum. Þættir sem eru mikilvægir geðheilsu gerast utan þjónustukerfisins. Geðheilsa verður til í samskiptum manna, þar sem fólk býr, í fjölskyldunni, leikskólum, skólum, vinnustöðum, frítíma, menningu og íþróttum. Ef við náum að draga úr geðheilsubresti hjá börnum og unglingum, þó ekki væri nema örlítið þá gætum við komið í veg fyrir alvarlega bresti seinna á lífsleiðinni. Algengustu vandamálin og þau kostnaðarsömustu tengjast þunglyndi og kvíða sem byrja á unglingsárunum. Að mati WHO væri hægt að fyrirbyggja helming þeirra ef stjórnvöld og samfélagið setti meiri áherslu á forvarnir. Við gerum það t.d. með því að styrkja getu ungmenna til að ráða við tilfinningar, hugsun og halda góðum tengslum við aðra í gegnum félags- og tilfinningalegan lærdóm. Niðurstöður PISA sýna að við öll þurfum að taka okkur á til að sinna menntun og vera fyrirmyndir t.d. hvað varðar samkennd og að geta sett sig í spor annarra. Menntun kennara á öllum stigum og námskrár þurfa að endurspegla þekkingu á geðheilbrigði. Því fyrr í skólaferlinu sem við hugum að þessu þeim mun betra og kostar samfélag okkar minna. Þekking á þróun sjálfsmyndar og sjálfvirðingar og hvernig við finnum tilgang í lífinu verður seint metin til fulls. Þau sem hafa aðgengi að hóp/manneskju þar sem hægt er að deila hugsunum og tilfinningum án þess að vera dæmd styrkja geðheilsu sína. Enginn er eyland og efnisleg gæði segja ekkert til um góða geðheilsu. Við þurfum öll á hvort öðru að halda og að einhver þurfi á okkur að halda og að finna að það skipti aðra máli hvað við gerum og ekki gerum. Það brýtur niður geðheilsuna að þekkja engan, að enginn passi upp á þig og að öllum sé sama um hvað um þig verður. Við viljum ráða við hluti, geta eitthvað sem við erum stolt af og vera virk í samfélaginu. Það að eiga öruggt heimili, þar sem þú getur hugsað og prófað þig áfram í leik og starfi án þess að vera hrædd, verður aldrei nógu vel undirstrikað hversu mikilvægt það er fyrir geðheilsuna. Geðhjálp setti fram 9 atriði til að setja geðheilsu í forgang, hér hefur fyrst og fremst verið undirstrikað mikilvægi forvarna. Menn hamra á því að ákvarðanir eigi að byggjast á rannsóknarniðurstöðum og vísindum, því er það óskiljanlegt hvað geðheilsa er neðarlega í forgangsröðinni og að aðeins örlítið brot fjármagns fer í forvarnir. Allt sem við gerum til að fyrirbyggja alvarlegan geðheilsubrest sparar í þyngri endanum þar sem meðferðarþjónustan liggur. Ef við gætum boðið öllum sem nú kljást við geðheilsubrest meðhöndlun og eyddum öllum biðlistum myndi það fækka töpuðum árum um einn þriðja. Aukin fjárútlát í meðferðarhlutann hefur engin áhrif á nýgengi geðsjúkdóma eða töpuð lífsár. Mesti ávinningurinn felst í forvörnum. Geðheilbrigðisþjónustan er fjársvelt svo það sé undirstrikað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar þá eru fjáframlög til málaflokksins 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tima er áætlað að umfangið af heildinni sé um 25%. Geðheilsa varðar okkur öll og allir verða að taka þátt í að hlúa að henni hvað svo sem við aðhyllumst í pólítík, hver menntunarbakgrunnur okkar er eða starfsvettvangur. Setjum forvarnir í forgang og hugum að eigin G-vítamíni og annarra. Geðhjálp stendur í samstarfi við RÚV fyrir styrktarþættinum G-vítamín, gott fyrir geðheilsuna í kvöld. Samtökin hvetja landsmenn til að ljá söfnuninni lið. Hérna má lesa nánar um þáttinn: www.gvitamin.isog www.gedhjalp.is Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar