Hver ber kostnaðinn af því að viðhalda læknastéttinni? Þórdís Dröfn, Sveinn Karlsson og Arna Bjarnadóttir skrifa 2. febrúar 2024 11:01 Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi. Samband íslenskra námsmanna erlendis fær reglulega inn á borð til sín mál læknanema erlendis, þá sérstaklega í Slóvakíu og Ungverjalandi, sem berjast í bökkum vegna hárra skólagjalda. Áður fyrr leituðu læknanemar gjarnan til Danmerkur, þar sem skólagjöldin eru sannarlega ekki há. Með nýjum tungumálakröfum sem danskir háskólar komu á árið 2020 er markvisst verið að fækka þeim sem sækja í danskt nám frá Íslandi. Með því varð draumurinn um að komast erlendis í háskólanám án þess að greiða fyrir það fleiri milljónir að engu. Á síðasta ári var skólagjaldalán Menntasjóðs námsmanna til læknanema erlendis hækkað um eina og hálfa milljón eftir sameiginlega baráttu SÍNE og íslenskra læknanema erlendis. Þessi upphæð hefur hjálpað heilmikið en dugar samt ekki fyrir skólagjöldum í Ungverjalandi þar sem stór hópur stundar nám. Í Slóvakíu stunda margir Íslendingar sex ára læknanám sem kostar í heildina 65.400 evrur eða tæpar 10 íslenskar milljónir. Nemendur í Debrecen í Ungverjalandi greiða 17.900 dollara á ári. Sú upphæð nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Því kosta öll 6 ár læknanámsins rúmar fjórtán milljónir. Ástandið á Landspítalanum og viðmót spítalans til læknanema sem koma erlendis frá hefur mikinn fælingarmátt. Í Slóvakíu og Ungverjalandi er skólaönnin töluvert lengri en tíðkast á Íslandi, því ekki er hægt að komast heim í sumarfrí fyrr en í júlí. Í þokkabót þarf að taka verknám yfir sumarið sem skólarnir bjóða nemendum að taka í sínu heimalandi, sumarverknámið er yfirleitt þrjár til fjórar vikur. Skólinn byrjar aftur í september og hafa nemendur því í mesta lagi 5 vikur til þess að vinna og safna því sem vantar upp á fyrir skólagjöldunum. Áður fyrr réð Landspítalinn nemana í vinnu á sumrin og þeir gátu fengið það metið sem verknám. En þetta er ekki í boði lengur. Íslenskir nemar sem læra erlendis taka því ólaunað verknám hjá LSH meðan á náminu stendur og læra þá aðeins hvernig spítalinn virkar, en lítið er gert til þess að kenna þeim á kerfið og hjálpa þeim að aðlagast. Spítalinn er undirmannaður að staðaldri og kennslan er engin, nema læknarnir á deildinni séu sérstaklega kennsluglaðir og taki upp á því sjálfir. Það gefur auga leið að það gengur ekki upp að spítalinn bjóði hvorki upp á laun né kennslu en þiggi vinnuframlag læknanemanna. Það virðist vera lítið skipulag í kringum námið og læknanemar frá erlendum háskólum upplifa sig í rauninni bara sem frítt vinnuafl fyrir spítalann. Núna er staðan jafnframt sú að nemendur frá erlendum háskólum fá neitun frá spítalanum og samkvæmt Landspítala er einfaldlega ekki pláss fyrir íslenska nema frá öðrum skólum en Háskóla Íslands. Landspítalinn rökstyður ákvarðanir sínar hvað varðar verknám og laun þannig að kjör læknanema erlendis séu þau sömu og læknanema á Íslandi. En við erum ekki jöfn, læknanemar á Íslandi stunda nám sem er að fullu fjármagnað af íslenska ríkinu og þurfa eingöngu að halda sér uppi. Að námi loknu verður framlag þeirra til heilbrigðiskerfisins á Íslandi samt hið sama. Ekki eru nógu mörg pláss í læknanámi á Íslandi til að viðhalda læknastéttinni með tilliti til fólksfjölgunar. Kostnaðurinn við að mennta nógu marga lækna fyrir gott heilbrigðiskerfi lendir því á herðum ungra námsmanna. Margir læknanemar velja nú að taka verknámið frekar utan Íslands eða á heilbrigðisstofnun úti á landi. Sjúkrahúsin á Akureyri, Neskaupstað og Selfossi hafa til dæmis verið mjög dugleg að taka á móti nemum sem læra erlendis og staðið sig vel í að bjóða góða aðlögun og kenna á kerfið á Íslandi. Það er ómetanlegt þegar lítinn stuðning er að fá annars staðar. Eftir 6 ár í erfiðu háskólanámi í ókunnugu landi langar flesta að koma heim og vera með fjölskyldu sinni og vinum eftir langa fjarveru. En löngun læknanema til að snúa heim að námi loknu fer dvínandi. Flestir eru með 15-20 milljóna króna skuld á bakinu eftir námið og alveg sparnaðar- og eignalaus. Við heimkomu hefst svo árs sérnámsgrunnur á Landspítalanum, vaktavinna í 1 ár, á slæmum kjörum. Þegar sérnámsgrunni lýkur er kominn tími til að greiða af lánunum. Ef við vitum að við getum fengið betri kjör annars staðar, af hverju ættum við að koma til Íslands að námi loknu? Þórdís Dröfn er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.Sveinn Karlsson er formaður félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.Arna Bjarnadóttir er formaður félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Landspítalinn Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Háskólar Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi. Samband íslenskra námsmanna erlendis fær reglulega inn á borð til sín mál læknanema erlendis, þá sérstaklega í Slóvakíu og Ungverjalandi, sem berjast í bökkum vegna hárra skólagjalda. Áður fyrr leituðu læknanemar gjarnan til Danmerkur, þar sem skólagjöldin eru sannarlega ekki há. Með nýjum tungumálakröfum sem danskir háskólar komu á árið 2020 er markvisst verið að fækka þeim sem sækja í danskt nám frá Íslandi. Með því varð draumurinn um að komast erlendis í háskólanám án þess að greiða fyrir það fleiri milljónir að engu. Á síðasta ári var skólagjaldalán Menntasjóðs námsmanna til læknanema erlendis hækkað um eina og hálfa milljón eftir sameiginlega baráttu SÍNE og íslenskra læknanema erlendis. Þessi upphæð hefur hjálpað heilmikið en dugar samt ekki fyrir skólagjöldum í Ungverjalandi þar sem stór hópur stundar nám. Í Slóvakíu stunda margir Íslendingar sex ára læknanám sem kostar í heildina 65.400 evrur eða tæpar 10 íslenskar milljónir. Nemendur í Debrecen í Ungverjalandi greiða 17.900 dollara á ári. Sú upphæð nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Því kosta öll 6 ár læknanámsins rúmar fjórtán milljónir. Ástandið á Landspítalanum og viðmót spítalans til læknanema sem koma erlendis frá hefur mikinn fælingarmátt. Í Slóvakíu og Ungverjalandi er skólaönnin töluvert lengri en tíðkast á Íslandi, því ekki er hægt að komast heim í sumarfrí fyrr en í júlí. Í þokkabót þarf að taka verknám yfir sumarið sem skólarnir bjóða nemendum að taka í sínu heimalandi, sumarverknámið er yfirleitt þrjár til fjórar vikur. Skólinn byrjar aftur í september og hafa nemendur því í mesta lagi 5 vikur til þess að vinna og safna því sem vantar upp á fyrir skólagjöldunum. Áður fyrr réð Landspítalinn nemana í vinnu á sumrin og þeir gátu fengið það metið sem verknám. En þetta er ekki í boði lengur. Íslenskir nemar sem læra erlendis taka því ólaunað verknám hjá LSH meðan á náminu stendur og læra þá aðeins hvernig spítalinn virkar, en lítið er gert til þess að kenna þeim á kerfið og hjálpa þeim að aðlagast. Spítalinn er undirmannaður að staðaldri og kennslan er engin, nema læknarnir á deildinni séu sérstaklega kennsluglaðir og taki upp á því sjálfir. Það gefur auga leið að það gengur ekki upp að spítalinn bjóði hvorki upp á laun né kennslu en þiggi vinnuframlag læknanemanna. Það virðist vera lítið skipulag í kringum námið og læknanemar frá erlendum háskólum upplifa sig í rauninni bara sem frítt vinnuafl fyrir spítalann. Núna er staðan jafnframt sú að nemendur frá erlendum háskólum fá neitun frá spítalanum og samkvæmt Landspítala er einfaldlega ekki pláss fyrir íslenska nema frá öðrum skólum en Háskóla Íslands. Landspítalinn rökstyður ákvarðanir sínar hvað varðar verknám og laun þannig að kjör læknanema erlendis séu þau sömu og læknanema á Íslandi. En við erum ekki jöfn, læknanemar á Íslandi stunda nám sem er að fullu fjármagnað af íslenska ríkinu og þurfa eingöngu að halda sér uppi. Að námi loknu verður framlag þeirra til heilbrigðiskerfisins á Íslandi samt hið sama. Ekki eru nógu mörg pláss í læknanámi á Íslandi til að viðhalda læknastéttinni með tilliti til fólksfjölgunar. Kostnaðurinn við að mennta nógu marga lækna fyrir gott heilbrigðiskerfi lendir því á herðum ungra námsmanna. Margir læknanemar velja nú að taka verknámið frekar utan Íslands eða á heilbrigðisstofnun úti á landi. Sjúkrahúsin á Akureyri, Neskaupstað og Selfossi hafa til dæmis verið mjög dugleg að taka á móti nemum sem læra erlendis og staðið sig vel í að bjóða góða aðlögun og kenna á kerfið á Íslandi. Það er ómetanlegt þegar lítinn stuðning er að fá annars staðar. Eftir 6 ár í erfiðu háskólanámi í ókunnugu landi langar flesta að koma heim og vera með fjölskyldu sinni og vinum eftir langa fjarveru. En löngun læknanema til að snúa heim að námi loknu fer dvínandi. Flestir eru með 15-20 milljóna króna skuld á bakinu eftir námið og alveg sparnaðar- og eignalaus. Við heimkomu hefst svo árs sérnámsgrunnur á Landspítalanum, vaktavinna í 1 ár, á slæmum kjörum. Þegar sérnámsgrunni lýkur er kominn tími til að greiða af lánunum. Ef við vitum að við getum fengið betri kjör annars staðar, af hverju ættum við að koma til Íslands að námi loknu? Þórdís Dröfn er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.Sveinn Karlsson er formaður félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.Arna Bjarnadóttir er formaður félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun