Tveir táningar dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á trans stúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 00:15 Mynd af morðingjunum tveimur, Scarlett Jenkinson og Eddie Ratcliffe. AP Tveir táningar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir morðið á trans stúlkunni Briönnu Ghey. Saksóknarar hafa lýst morðinu sem því óhugnanlegasta sem þau hafa unnið við og dómari segir trans hatur hafi drifið þau til glæpsins. Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman. Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman.
Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33
Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11