Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Askur Hrafn Hannesson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar