Mesta Íslandsmeistarapressan er á liðinu í níunda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 11:01 Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Subway Körfuboltakvöld fór yfir það í síðasta þætti sínum á hverjum væri mesta Íslandsmeistarapressan nú þegar aðeins sex leikir eru eftir af deildarkeppninni. Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira