Samgöngumál í Mýrdal Þórir N. Kjartansson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun