Tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun