Mikilvæg uppbygging orkuinnviða HS Orku á Reykjanesi Birna Lárusdóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:00 Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun