Opið bréf til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra Baldur Heiðar Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 07:31 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, vegna frystingar á fjárveitingum til UNRWA Sæll Bjarni. Nú er vika síðan Channel 4 greindi frá því að skjölin frá yfirvöldum í Ísrael, um að starfsfólk UNRWA hafi tekið þátt í árás Hamas þann 7. október, innihalda engar sannanir, ekki einu sinni vísbendingar, einungis ásakanir. Tólf starfsmenn af 13 þúsund voru ásakaðir í upphafi en þeim virðist reyndar eitthvað fara fækkandi samkvæmt fréttum. Engu að síður var öllum þessum 12 sagt umsvifalaust upp án nokkurrar rannsóknar. Það er erfitt að ímynda sér til hvers meira er hægt að ætlast af UNRWA en samt skrúfuðu mörg ríki fyrir fjárveitingar til stofnunarinnar, meðal annars Ísland. UNRWA virðist þurfa að sanna sakleysi starfsmanna sinna, en ísraelskum yfirvöldum nægir að skella fram órökstuddum ásökunum til að heimurinn sameinist um að refsa, ekki bara þessum 12 starfsmönnum, heldur sjálfum samtökunum, og þar með öllum íbúum Gasa. Öfugsnúin sönnunarbyrði og furðulegt meðalhóf það. Mig langar því að spyrja þig hvenær þú ætlar að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA. Ég spyr hvenær en ekki hvort því þú hlýtur að gera það. Ef þú ert sjálfur í einhverjum vafa um af hverju bið ég þig um að íhuga eftirfarandi. Í fyrsta lagi þá hræðilegu hungursneyð sem ríkir á Gasa. Fréttir berast nú af því að íbúar séu farnir að nota dýrafóður í bakstur og jafnvel bíta gras og drekka regnvatn úr pollum til að halda lífi örlítið lengur. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði líka (nánast einróma) í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, að Ísrael beri, meðal annarra aðgerða, að tryggja að neyðaraðstoð geti borist óhindrað inn á Gasa – til að afstýra þjóðarmorði. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Ísraels um að vísa málinu frá og tók þar með undir með Suður-Afríku að þjóðarmorð sé hugsanlega í uppsiglingu; ekki einungis með því að láta sprengjur rigna yfir svæðið heldur ekki síst með því að hindra það að íbúar fái lífsnauðsynjar á borð við lyf, mat og drykkjarvatn. Þetta eru því ekki bara einhverjar upphrópanir æstra leikmanna heldur mat einnar æðstu lagastofnunar heims. Ísraelsmenn hafa með virkum hætti reynt að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn á Gasa og ásetningurinn getur ekki vafist fyrir neinum. Réttur Ísraels til sjálfsvarnar felur þó ekki í sér réttinn til að svelta rúmlega tvær milljónir óbreyttra borgara til hægs og kvalarfulls dauða, en það mun enda með því ef starfsemi UNRWA lamast og IDF heldur uppteknum hætti. Það er engin spurning. Stofnunin spáir því að í mars muni hún ekki geta haldið áfram starfsemi sinni nema fjárveitingar berist einnig frá þeim löndum sem hafa afturkallað þær. Með því að frysta fjárveitingar til UNRWA hefur þú, fyrir hönd Íslands, með beinum hætti tekið þátt í því með Ísrael að hindra aðgang neyðaraðstoðar inn á Gasa, í trássi við dóm Alþjóðadómstólsins. Ég fæ ekki betur séð en að við Íslendingar séum þar með ef ekki beinlínis samsekir í þessu þjóðarmorði, þá í það minnsta sekir um hóprefsingu, sem er stríðsglæpur. Ég hélt ég ætti aldrei eftir að sjá ráðherra frá herlausu Íslandi fremja stríðsglæp með embættisverkum sínum. Þú hefur kvartað sáran undan því að vera atyrtur og meðal annars kallaður barnamorðingi. í ljósi svona aðgerða, að beinlínis hjálpa Ísraelum við að fremja þetta þjóðarmorð, þá er samt erfitt að vorkenna þér fyrir umtalið sem þú hlýtur. Ég vil þó trúa því að þetta sé vel meint yfirsjón hjá þér frekar en sú hreinræktaða illska sem þú hefur (vonandi af gáleysi) skipað okkur Íslendingum í lið með. Þú hefur val um að hverfa af þessari braut. Þessir hagsmunir, rúmlega tvær milljónir mannslífa, hljóta að teljast nægilega miklir til að velta sönnunarbyrðinni af UNRWA yfir á Ísraelsk yfirvöld. Genfarsáttmálarnir og þeir samningar sem af þeim leiða leggja þá skyldu á herðar alþjóðasamfélagsins að gera það sem hægt er til að hindra framgang þjóðarmorðs. Sú alþjóðastofnun sem framkvæmir þessa skyldu er UNRWA í tilfelli stríðsins á Gasa og þegar fjöldi ríkja skrúfa fyrir fjárveitingar til UNRWA er stofnuninni gert ómögulegt að rækja skyldur sínar samkvæmt sáttmálunum. Þegar einstök aðildarríki taka ákvarðanir sem lama stofnunina eru þau því að vinna gegn tilgangi Genfarsáttmálanna og þegar tvær milljónir mannslífa eru í húfi, þá hlýtur að þurfa fyrir því sterkari rök en sögusagnir um 12 einstaklinga af 13 þúsund. Þannig að ég ítreka spurninguna: hvenær ætlar þú að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA? Virðingarfyllst, Baldur. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, vegna frystingar á fjárveitingum til UNRWA Sæll Bjarni. Nú er vika síðan Channel 4 greindi frá því að skjölin frá yfirvöldum í Ísrael, um að starfsfólk UNRWA hafi tekið þátt í árás Hamas þann 7. október, innihalda engar sannanir, ekki einu sinni vísbendingar, einungis ásakanir. Tólf starfsmenn af 13 þúsund voru ásakaðir í upphafi en þeim virðist reyndar eitthvað fara fækkandi samkvæmt fréttum. Engu að síður var öllum þessum 12 sagt umsvifalaust upp án nokkurrar rannsóknar. Það er erfitt að ímynda sér til hvers meira er hægt að ætlast af UNRWA en samt skrúfuðu mörg ríki fyrir fjárveitingar til stofnunarinnar, meðal annars Ísland. UNRWA virðist þurfa að sanna sakleysi starfsmanna sinna, en ísraelskum yfirvöldum nægir að skella fram órökstuddum ásökunum til að heimurinn sameinist um að refsa, ekki bara þessum 12 starfsmönnum, heldur sjálfum samtökunum, og þar með öllum íbúum Gasa. Öfugsnúin sönnunarbyrði og furðulegt meðalhóf það. Mig langar því að spyrja þig hvenær þú ætlar að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA. Ég spyr hvenær en ekki hvort því þú hlýtur að gera það. Ef þú ert sjálfur í einhverjum vafa um af hverju bið ég þig um að íhuga eftirfarandi. Í fyrsta lagi þá hræðilegu hungursneyð sem ríkir á Gasa. Fréttir berast nú af því að íbúar séu farnir að nota dýrafóður í bakstur og jafnvel bíta gras og drekka regnvatn úr pollum til að halda lífi örlítið lengur. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði líka (nánast einróma) í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, að Ísrael beri, meðal annarra aðgerða, að tryggja að neyðaraðstoð geti borist óhindrað inn á Gasa – til að afstýra þjóðarmorði. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Ísraels um að vísa málinu frá og tók þar með undir með Suður-Afríku að þjóðarmorð sé hugsanlega í uppsiglingu; ekki einungis með því að láta sprengjur rigna yfir svæðið heldur ekki síst með því að hindra það að íbúar fái lífsnauðsynjar á borð við lyf, mat og drykkjarvatn. Þetta eru því ekki bara einhverjar upphrópanir æstra leikmanna heldur mat einnar æðstu lagastofnunar heims. Ísraelsmenn hafa með virkum hætti reynt að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn á Gasa og ásetningurinn getur ekki vafist fyrir neinum. Réttur Ísraels til sjálfsvarnar felur þó ekki í sér réttinn til að svelta rúmlega tvær milljónir óbreyttra borgara til hægs og kvalarfulls dauða, en það mun enda með því ef starfsemi UNRWA lamast og IDF heldur uppteknum hætti. Það er engin spurning. Stofnunin spáir því að í mars muni hún ekki geta haldið áfram starfsemi sinni nema fjárveitingar berist einnig frá þeim löndum sem hafa afturkallað þær. Með því að frysta fjárveitingar til UNRWA hefur þú, fyrir hönd Íslands, með beinum hætti tekið þátt í því með Ísrael að hindra aðgang neyðaraðstoðar inn á Gasa, í trássi við dóm Alþjóðadómstólsins. Ég fæ ekki betur séð en að við Íslendingar séum þar með ef ekki beinlínis samsekir í þessu þjóðarmorði, þá í það minnsta sekir um hóprefsingu, sem er stríðsglæpur. Ég hélt ég ætti aldrei eftir að sjá ráðherra frá herlausu Íslandi fremja stríðsglæp með embættisverkum sínum. Þú hefur kvartað sáran undan því að vera atyrtur og meðal annars kallaður barnamorðingi. í ljósi svona aðgerða, að beinlínis hjálpa Ísraelum við að fremja þetta þjóðarmorð, þá er samt erfitt að vorkenna þér fyrir umtalið sem þú hlýtur. Ég vil þó trúa því að þetta sé vel meint yfirsjón hjá þér frekar en sú hreinræktaða illska sem þú hefur (vonandi af gáleysi) skipað okkur Íslendingum í lið með. Þú hefur val um að hverfa af þessari braut. Þessir hagsmunir, rúmlega tvær milljónir mannslífa, hljóta að teljast nægilega miklir til að velta sönnunarbyrðinni af UNRWA yfir á Ísraelsk yfirvöld. Genfarsáttmálarnir og þeir samningar sem af þeim leiða leggja þá skyldu á herðar alþjóðasamfélagsins að gera það sem hægt er til að hindra framgang þjóðarmorðs. Sú alþjóðastofnun sem framkvæmir þessa skyldu er UNRWA í tilfelli stríðsins á Gasa og þegar fjöldi ríkja skrúfa fyrir fjárveitingar til UNRWA er stofnuninni gert ómögulegt að rækja skyldur sínar samkvæmt sáttmálunum. Þegar einstök aðildarríki taka ákvarðanir sem lama stofnunina eru þau því að vinna gegn tilgangi Genfarsáttmálanna og þegar tvær milljónir mannslífa eru í húfi, þá hlýtur að þurfa fyrir því sterkari rök en sögusagnir um 12 einstaklinga af 13 þúsund. Þannig að ég ítreka spurninguna: hvenær ætlar þú að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA? Virðingarfyllst, Baldur. Höfundur er sálfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun