Skulda- eða kuldadagar Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:31 Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Orkumál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar