Standast jarðalög skoðun Sævar Þór Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 16:01 Nýlega tóku í gildi breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 er varða m.a. jarðir í óskiptri sameign. Breytingarnar sem snéru að jörðum í sameign fólu einkum í sér reglur um samráð og ákvarðanir sameigenda en einnig var kveðið á um forkaupsrétt þeirra að eignarhlutum í sameigninni. Í nýju lagaákvæðunum er kveðið á um að forkaupsréttur sameigenda verður ekki aðeins virkur við sölu eignarhlutar heldur einnig við aðra ráðstöfun og yfirfærslu á beinum eignarrétti. Þá kveða þau einnig á um að undantekningarregla 1. töluliðar31. gr. laganna gildi ekki um forkaupsrétt sameiganda. Það þýðir að forkaupsrétturinn verður virkur við erfðir, með öðrum orðum þurfa erfingjar að eignarhlut í jörð nú að þola forkaupsrétt annarra sameigenda. Tilgangur þessara lagabreytinga samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð sem fylgdi lagafrumvarpinu var að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir. Reynslanhafi sýnt að erfitt geti reynst að hafa uppi á öllum sameigendum og taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar. Einnig valdi það vandkvæðum við friðlýsingu á grundvelli náttúruverndarlaga. Svipaða röksemdafærslu varðandi forkaupsrétt búa að baki ákvæðum um hömlur á meðferð hluta í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þótt almennt megi framselja og veðsetja hlutafé að vild þá heimila framangreind lög að hömlur séu settar á meðferð hluta upp að vissu marki. Vegast þar að baki annars vegar þeir hagsmunir hluthafa að geta ráðstafað hlut sínum frjálst og hins vegar hagsmunir annarra hluthafa að hlutunum sé haldið innan tiltekins hóps. Þetta gildir þó aðeins um lífsgerninga en ekki aðilaskipti meðarftöku. Einnig er fróðlegt er að bera saman forkaupsrétt sameigenda við forkaupsrétt ábúanda sem einnig er fjallað um í jarðalögum. Forkaupsréttur ábúenda hefur lengi verið við lýði en hann nær ekki til erfða þegar jörð gengur til maka, niðja, foreldra og systkina. Eignarétturinn er friðhelgur eins og segir í 72. gr. stjórnarskrá lýðveldisins. Undir þá helgi fellur m.a. erfðarétturinn. Þrátt fyrir það getur löggjafinn með lögum heimilað ákveðnar almennar takmarkanir á eignaréttinum en þær þurfa að helgasta af nauðsyn. Í því felst einnig að meðalhófs skal gætt við takmarkanir eignaréttarins og ekki gengið lengra en nauðsyn krefur til að ná því markmiði sem stefnt er að. Ofangreindar breytingar á jarðalögum voru studdar rökum um nauðsyn þess að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir og setja skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar í sameign, þ.m.t um friðlýsingu þeirra. Engan sérstakan rökstuðning er að finna í lögskýringargögnum fyrir því að gera erfðir háðan forkaupsrétti sameigenda. Væntanlega er það í því skyni að sameigendum fjölgi ekki úr hófi. En hver er nauðsynin þar að baki. Fjöldi hluthafa í hlutafélagi geta hlaupið á hundruðum, það stendur ekki í vegi fyrir ákvarðanatöku í félaginu. Að sama skapi ætti fjöldi sameigenda að jörð ekki að standa í vegi þess að hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um jörðina. Til þess þarf einfaldlega skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka slíkar ákvarðanir svo bindandi sé, t.d. um boðun funda, afl og vægi atkvæða o.s.frv. Þar sem engin sérstök lög gilda um óskipta sameign hafði löggjafinn frjálsar hendur til þess að skipa þessum málum með þeim hætti að hægt væri að auðvelda ákvarðanatöku án þess að þurfa skerða við eignaréttinum líkt og gert var. Í ljósi þessa má telja að líkur sé á því að framangreindar lagabreytingar stangist á við stjórnarskrá, alltént hvað varðar þær hömlur á eignarrétti sem af þeim leiðir. Að öllum líkindum mun koma til kasta dómstóla og Hæstaréttar að skera úr stjórnskipunarlegugildi þeirra. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Alþingi Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nýlega tóku í gildi breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 er varða m.a. jarðir í óskiptri sameign. Breytingarnar sem snéru að jörðum í sameign fólu einkum í sér reglur um samráð og ákvarðanir sameigenda en einnig var kveðið á um forkaupsrétt þeirra að eignarhlutum í sameigninni. Í nýju lagaákvæðunum er kveðið á um að forkaupsréttur sameigenda verður ekki aðeins virkur við sölu eignarhlutar heldur einnig við aðra ráðstöfun og yfirfærslu á beinum eignarrétti. Þá kveða þau einnig á um að undantekningarregla 1. töluliðar31. gr. laganna gildi ekki um forkaupsrétt sameiganda. Það þýðir að forkaupsrétturinn verður virkur við erfðir, með öðrum orðum þurfa erfingjar að eignarhlut í jörð nú að þola forkaupsrétt annarra sameigenda. Tilgangur þessara lagabreytinga samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð sem fylgdi lagafrumvarpinu var að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir. Reynslanhafi sýnt að erfitt geti reynst að hafa uppi á öllum sameigendum og taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar. Einnig valdi það vandkvæðum við friðlýsingu á grundvelli náttúruverndarlaga. Svipaða röksemdafærslu varðandi forkaupsrétt búa að baki ákvæðum um hömlur á meðferð hluta í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þótt almennt megi framselja og veðsetja hlutafé að vild þá heimila framangreind lög að hömlur séu settar á meðferð hluta upp að vissu marki. Vegast þar að baki annars vegar þeir hagsmunir hluthafa að geta ráðstafað hlut sínum frjálst og hins vegar hagsmunir annarra hluthafa að hlutunum sé haldið innan tiltekins hóps. Þetta gildir þó aðeins um lífsgerninga en ekki aðilaskipti meðarftöku. Einnig er fróðlegt er að bera saman forkaupsrétt sameigenda við forkaupsrétt ábúanda sem einnig er fjallað um í jarðalögum. Forkaupsréttur ábúenda hefur lengi verið við lýði en hann nær ekki til erfða þegar jörð gengur til maka, niðja, foreldra og systkina. Eignarétturinn er friðhelgur eins og segir í 72. gr. stjórnarskrá lýðveldisins. Undir þá helgi fellur m.a. erfðarétturinn. Þrátt fyrir það getur löggjafinn með lögum heimilað ákveðnar almennar takmarkanir á eignaréttinum en þær þurfa að helgasta af nauðsyn. Í því felst einnig að meðalhófs skal gætt við takmarkanir eignaréttarins og ekki gengið lengra en nauðsyn krefur til að ná því markmiði sem stefnt er að. Ofangreindar breytingar á jarðalögum voru studdar rökum um nauðsyn þess að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir og setja skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar í sameign, þ.m.t um friðlýsingu þeirra. Engan sérstakan rökstuðning er að finna í lögskýringargögnum fyrir því að gera erfðir háðan forkaupsrétti sameigenda. Væntanlega er það í því skyni að sameigendum fjölgi ekki úr hófi. En hver er nauðsynin þar að baki. Fjöldi hluthafa í hlutafélagi geta hlaupið á hundruðum, það stendur ekki í vegi fyrir ákvarðanatöku í félaginu. Að sama skapi ætti fjöldi sameigenda að jörð ekki að standa í vegi þess að hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um jörðina. Til þess þarf einfaldlega skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka slíkar ákvarðanir svo bindandi sé, t.d. um boðun funda, afl og vægi atkvæða o.s.frv. Þar sem engin sérstök lög gilda um óskipta sameign hafði löggjafinn frjálsar hendur til þess að skipa þessum málum með þeim hætti að hægt væri að auðvelda ákvarðanatöku án þess að þurfa skerða við eignaréttinum líkt og gert var. Í ljósi þessa má telja að líkur sé á því að framangreindar lagabreytingar stangist á við stjórnarskrá, alltént hvað varðar þær hömlur á eignarrétti sem af þeim leiðir. Að öllum líkindum mun koma til kasta dómstóla og Hæstaréttar að skera úr stjórnskipunarlegugildi þeirra. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar