Rapyd reynir að fela sig Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2024 14:00 Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar