Faðirinn ákærður fyrir ofbeldi gegn norsku hlaupabræðrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:00 Bræðurnir Filip Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Henrik Ingebrigtsen hafa lengi verið í hópi bestu millivegahlaupara heims. Getty/Maja Hitij Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður af norsku lögreglunni fyrir að hafa beitt syni sína ofbeldi. Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024 Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira