Streitan ekki að yfirgefa vinnumarkaðinn Ingibjörg Valgeirsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir skrifa 23. febrúar 2024 08:30 Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin að því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er bæði eðlilegt og allt í lagi – þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína ti lengri tíma. Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, áhyggjur, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum aukist svo um munar. Árangurinn? Líftími okkar er að lengjast.Við erum hluti af náttúrunni. Það er því náttúrulegt að það skiptist á skin og skúrir á vinnustöðum. Það er ekkert eitt sem kemur okkur í gegnum skaflana. Töfrarnir við að vera manneskja eru fólgnir í því hvað við erum ólík og með ólíkar þarfir. Vinnustaðir hafa í vaxandi mæli reynt að mæta þessum ólíku þörfum með ólíkum heilsueflandi áherslum sem er spennandi vegferð. Vegferð sem hefur jákvæð áhrif á bæði einstaklinga og samfélög og eykur samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana. Vellíðan í vinnu sparar peninga, fækkar veikindadögum og eykur bæði ánægju og árangur. Höfundar eru eigendur Saga Story House – Heilsueflandi fræðslufyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin að því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er bæði eðlilegt og allt í lagi – þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína ti lengri tíma. Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, áhyggjur, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum aukist svo um munar. Árangurinn? Líftími okkar er að lengjast.Við erum hluti af náttúrunni. Það er því náttúrulegt að það skiptist á skin og skúrir á vinnustöðum. Það er ekkert eitt sem kemur okkur í gegnum skaflana. Töfrarnir við að vera manneskja eru fólgnir í því hvað við erum ólík og með ólíkar þarfir. Vinnustaðir hafa í vaxandi mæli reynt að mæta þessum ólíku þörfum með ólíkum heilsueflandi áherslum sem er spennandi vegferð. Vegferð sem hefur jákvæð áhrif á bæði einstaklinga og samfélög og eykur samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana. Vellíðan í vinnu sparar peninga, fækkar veikindadögum og eykur bæði ánægju og árangur. Höfundar eru eigendur Saga Story House – Heilsueflandi fræðslufyrirtæki.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar