Börnin á Gaza Þorvaldur Víðisson skrifar 23. febrúar 2024 10:35 Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun