Þýskaland lögleiðir kannabis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:13 Olaf Scholz kanslari Þýskalands ásamt Karl Lauterbacher heilbrigðisráðherra í þýska þinghúsinu. EPA/Clemens Bilan Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Nýju lögin voru samþykkt á þýska þinginu fyrir helgi og segir Karl Lauterbach heilbrigðisráðherra Þýskalands að ætlunin sé með þeim að draga úr umsvifum svarts grasmarkaðs og gæta betur kannabisnotkunar barna og ungs fólks. Hann segir orðræðu andstæðinga löggjafarinnar jafngilda því að „stinga höfðinu í sandinn.“ Grasneysla ungmenna hefur vaxið gífurlega í Þýskalandi unfanfarin ár og ofneysla efnisins getur haft skaðlegar afleiðingar á heilaþroska í för með sér. Kannabisefnin sem eru til sölu ólöglega í dag séu orðin töluvert sterkari en þau voru og erfitt að fylgjast með gæðum þessara efna sem ungt fólk og börn nota í svo ríkulegum mæli. Lögleiðing kannabisefna hefur verið til umræðu í Þýskalandi í mörg ár. Frumvarpiðvar að lokum samþykkt með 407 atkvæðum gegn 226. Samkvæmt umfjöllun Guardian nota um sjö milljón Þjóðverjar kannabis með reglulegu millibili og þar af margir í lækningaskyni. Kannabisnotkun barna verður áfram ólögleg sem og notkun efnisins í grennd við skóla og leikskóla. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa þróun og hefur landstjórn Bæjaralands hreyft mótbárum. Hinn íhaldssami Kristilegi demókrataflokkur sem er þar í meirihluta hefur til að mynda beðið ríkisstjórnina um að endurhugsa löggjöfina. Þessi nýja löggjöf gerir Þýskaland að þriðja Evrópusambandsríkinu til að lögleiða kannabis til einkanota á eftir Möltu og Lúxemborg. Þýskaland Kannabis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Nýju lögin voru samþykkt á þýska þinginu fyrir helgi og segir Karl Lauterbach heilbrigðisráðherra Þýskalands að ætlunin sé með þeim að draga úr umsvifum svarts grasmarkaðs og gæta betur kannabisnotkunar barna og ungs fólks. Hann segir orðræðu andstæðinga löggjafarinnar jafngilda því að „stinga höfðinu í sandinn.“ Grasneysla ungmenna hefur vaxið gífurlega í Þýskalandi unfanfarin ár og ofneysla efnisins getur haft skaðlegar afleiðingar á heilaþroska í för með sér. Kannabisefnin sem eru til sölu ólöglega í dag séu orðin töluvert sterkari en þau voru og erfitt að fylgjast með gæðum þessara efna sem ungt fólk og börn nota í svo ríkulegum mæli. Lögleiðing kannabisefna hefur verið til umræðu í Þýskalandi í mörg ár. Frumvarpiðvar að lokum samþykkt með 407 atkvæðum gegn 226. Samkvæmt umfjöllun Guardian nota um sjö milljón Þjóðverjar kannabis með reglulegu millibili og þar af margir í lækningaskyni. Kannabisnotkun barna verður áfram ólögleg sem og notkun efnisins í grennd við skóla og leikskóla. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa þróun og hefur landstjórn Bæjaralands hreyft mótbárum. Hinn íhaldssami Kristilegi demókrataflokkur sem er þar í meirihluta hefur til að mynda beðið ríkisstjórnina um að endurhugsa löggjöfina. Þessi nýja löggjöf gerir Þýskaland að þriðja Evrópusambandsríkinu til að lögleiða kannabis til einkanota á eftir Möltu og Lúxemborg.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent