Guðjón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2024 17:07 Gylfi og Guðjón bjóða fram krafta sína til stjórnarmennsku. Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Frestur til framboðs rann út í gær. Tíu höfðu boðið sig fram í stjórnina og skilað inn erindi þess efnis til tilnefningarnefndar Hún hafði svo skilað inn fimm manna lista sem hún tilnefndi í stjórnina. Um var að ræða fjóra af fimm sitjandi stjórnarmönnum auk þess sem gerð var tillaga um að Þórður Már Jóhannesson, stór hluthafi í Festi sem sagði sig úr stjórn í kjölfar hneykslismáls fyrir tveimur árum, verði tekinn aftur inn í stjórnina. Stórir hluthafar hafa velt vöngum yfir fyrirhugaðri endurkomu Þórðar Más og starfi tilnefninganefndar. Þeirra á meðal framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem er stærsti hluthafinn í Festi. Þá hefur stjón Lífeyrissjóðsins Brúar sagst ekki munu styðja framboð Þórðar. Aðalfundur hjá Festi verður haldinn miðvikudaginn 6. mars og hefst klukkan 10. Samkvæmt hlutafélagalögum skal hlutfall hvors kyns vera að lágmarki 40 prósent í stjórnum þeirra. Konurnar í framboði eru samkvæmt því sjálfkjörnar og karlarnir fimm sem eftir standa berjast um þau þrjú sæti sem eftir eru. Í skýrslu starfskjaranefndar Festi 2022 til 2023 var gerð tillaga að launum til stjórnar. Stjórnarformaður fær 820 þúsund krónur á mánuði, varaformaður 615 þúsund krónur og aðrir stjórnarmenn 410 þúsund krónur. Þá fá fulltrúar stjórnar í nefndum einnig greitt fyrir vinnu sína þar. Festi Kauphöllin Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Frestur til framboðs rann út í gær. Tíu höfðu boðið sig fram í stjórnina og skilað inn erindi þess efnis til tilnefningarnefndar Hún hafði svo skilað inn fimm manna lista sem hún tilnefndi í stjórnina. Um var að ræða fjóra af fimm sitjandi stjórnarmönnum auk þess sem gerð var tillaga um að Þórður Már Jóhannesson, stór hluthafi í Festi sem sagði sig úr stjórn í kjölfar hneykslismáls fyrir tveimur árum, verði tekinn aftur inn í stjórnina. Stórir hluthafar hafa velt vöngum yfir fyrirhugaðri endurkomu Þórðar Más og starfi tilnefninganefndar. Þeirra á meðal framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem er stærsti hluthafinn í Festi. Þá hefur stjón Lífeyrissjóðsins Brúar sagst ekki munu styðja framboð Þórðar. Aðalfundur hjá Festi verður haldinn miðvikudaginn 6. mars og hefst klukkan 10. Samkvæmt hlutafélagalögum skal hlutfall hvors kyns vera að lágmarki 40 prósent í stjórnum þeirra. Konurnar í framboði eru samkvæmt því sjálfkjörnar og karlarnir fimm sem eftir standa berjast um þau þrjú sæti sem eftir eru. Í skýrslu starfskjaranefndar Festi 2022 til 2023 var gerð tillaga að launum til stjórnar. Stjórnarformaður fær 820 þúsund krónur á mánuði, varaformaður 615 þúsund krónur og aðrir stjórnarmenn 410 þúsund krónur. Þá fá fulltrúar stjórnar í nefndum einnig greitt fyrir vinnu sína þar.
Festi Kauphöllin Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23. febrúar 2024 12:16