Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 08:33 Sífellt færri pör í Japan og Suður-Kóreu velja að eignast börn, aðallega vegna kostnaðar og ástandsins á vinnumarkaði. Getty/Chung Sung-Jun Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir. Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir.
Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira