Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson mynduðu miðjupar Íslands á EM 2016 og HM 2018 en virðast ekki koma til með að taka þátt í umspilinu fyrir EM 2024. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00