Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 07:51 Um ellefu milljón manns búa á Haítí en lögregluþjónar landsins eru aðeins um 9.000 talsins. AP/Odelyn Joseph Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug. Haítí Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug.
Haítí Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira