143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 07:40 Frá Ilulissat á Grænlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. Málið hefur mikið verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að lykkju hafi verið komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda, að sögn til að takmarka fólksfjöldann í landinu. Í sumum tilvikum hafi það verið gert án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Í frétt DR segir að skaðabótakrafan hljómi samtals upp á 43 milljónir danskra króna. Sextíu og sjö konur kröfðust í október á síðasta ári skaðabóta frá danska ríkinu vegna brota á mannréttindum, en þá urðu viðbrögðin engin frá danska ríkinu. Nú hefur fjöldi kvennanna sem stefna danska ríkinu rúmlega tvöfaldast. „Sú okkar sem er elst er rúmlega áttræð og því getum við ekki beðið lengur. Á meðan við enn lifum þá viljum við gjarnan endurheimta sjálfsvirðinguna og virðinguna fyrir legum okkar. Það er engin ríkisstjórn sem á að ákvarða hvort við eigum að eignast börn eða ekki,“ segir Naja Lyberth, talskona kvennanna í samtali við KNR. Fulltrúar danskra ríkisins komu lykkju fyrir í Lyberth þegar hún var fjórtán ára gömul og var einna fyrst til að ræða málið opinberlega. Grænland Danmörk Tengdar fréttir Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Málið hefur mikið verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að lykkju hafi verið komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda, að sögn til að takmarka fólksfjöldann í landinu. Í sumum tilvikum hafi það verið gert án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Í frétt DR segir að skaðabótakrafan hljómi samtals upp á 43 milljónir danskra króna. Sextíu og sjö konur kröfðust í október á síðasta ári skaðabóta frá danska ríkinu vegna brota á mannréttindum, en þá urðu viðbrögðin engin frá danska ríkinu. Nú hefur fjöldi kvennanna sem stefna danska ríkinu rúmlega tvöfaldast. „Sú okkar sem er elst er rúmlega áttræð og því getum við ekki beðið lengur. Á meðan við enn lifum þá viljum við gjarnan endurheimta sjálfsvirðinguna og virðinguna fyrir legum okkar. Það er engin ríkisstjórn sem á að ákvarða hvort við eigum að eignast börn eða ekki,“ segir Naja Lyberth, talskona kvennanna í samtali við KNR. Fulltrúar danskra ríkisins komu lykkju fyrir í Lyberth þegar hún var fjórtán ára gömul og var einna fyrst til að ræða málið opinberlega.
Grænland Danmörk Tengdar fréttir Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00