Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi? Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 6. mars 2024 13:00 Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun