Harkalegt kynlíf? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. mars 2024 07:01 Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun