Þeir tveir eru langlíklegastir til að verða í framboði fyrir flokkana tvo Repúblikana og Demókrata í kosningunum í nóvember. Trump, sem neitaði að taka þátt í kappræðum þeirra sem buðu sig einnig fram fyrir Repúblikana segist nú vilja hitta Biden í slíkum kappræðum, hvar og hvenær sem er.
Biden hefur ekki tjáð sig um áskorunina en talsmenn kosningabaráttu hans segja að Trump þyrsti einfaldlega í athygli og tækifæri til að reyna að auka vinsældir sínar. Auk þess væri ekki tímabært að ræða slíka mál.
Trump skoraði á Biden skömmu eftir að Nikki Haley mótframbjóðandi hans væri hætt í keppninni um útnefningu og nú getur fátt komið í veg fyrir að Trump verði útnefndur. Trump sem er 77 ára gamall hefur margoft sagt að Biden, sem er orðinn 81, sé of gamall og gleyminn og því muni hann ekki vilja mæta Trump í kappræðum.