Biskup Íslands eða þröngra hagsmuna? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. mars 2024 10:01 Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar