Hugmyndaríka eða hugmyndasnauða Ísland? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 8. mars 2024 11:00 Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun