Hálft prósent stórverkefna standast áætlun Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Nýsköpun Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun