Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stórt framfaraskref í þágu barna Anton Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 11:01 Samfélag samvinnu og jafnaðar. Grunnskóla er ætlað það hlutverk að leggja grunn að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi og veita viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði. Næring er ein af grunnþörfum mannsins, öll þurfum við góða næringu til þess að geta fengist við verkefni dagsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna og er næring lykilatriði fyrir nemendur og hún á að vera í boði á jafnréttisgrundvelli á grunnskólastiginu án aðgreiningar og endurgjalds. Öll viljum við að börnin okkar séu vel nærð í amstri dagsins og höfum við í Suðurnesjabæ unnið markvisst að því að auka niðurgreiðslu skólamáltíða á kjörtímabilinu, um síðustu áramót var kostnaðarhlutfall sveitarfélags hækkað úr 50% í 60% og systkinaafsláttur innleiddur þar sem foreldrar borga fyrir 2 börn en 3+ án gjalds Við í Framsókn höfum talað skýrt fyrir því að okkur þykir sjálfsagt að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar og var það eitt af okkar helstu baráttumálum fyrir síðustu kosningar. Með gjaldfrjálsum skólamáltíðum stuðlum við að jafnræði á milli heimila óháð efnahag og stöðu foreldra. Grunnskólamenntun án aðgreiningar og endurgjalds Hugsjón okkar Framsóknar í Suðurnesjabæ er sú að á íslandi er skólaskylda og teljum við það í raun hreint og klárt velferðar og jafnréttismál að bjóða upp á raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun á Íslandi án aðgreiningar og endurgjalds. þannig stuðlum við að jafnræði barna óháð stöðu foreldra og tryggjum einnig að börn fái heita máltíð yfir daginn, en það er því miður veruleikinn á íslandi að öll börn búa ekki við slík lífsgæði. Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska, grundvallarlífskjara og náttúrugæða óháð uppruna, heilsu og efnahags. Stutt er síðan að breytingar voru gerðar á lögum um grunnskóla nr. 91 frá 12. júní 2008 en þar kom inn ákvæði í 31. gr laganna sem fjallar um "Kostnað í skyldunámi kemur fram að Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá. Framsókn hvatti sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins hvatti sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Sveitarstjórnarráð Framsóknar studdi að ríki og sveitarfélög myndu tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafði samþykkt. Við erum að stíga gríðarlega mikilvægt skref með því að innleiða gjaldfrjálsar skólamaltíðir á Íslandi og lýsi ég yfir ánægju með nýja kjarasamninga sem tryggja aukin lífskjör í landinu sem munu leiða af sér lækkun verðbólgu og vaxta, En þeir munu líka um leið tryggja börnunum okkar bjarta framtíð með jöfnu aðgengi að næringarríkum og hollum mat. Ríki og sveitarfélög ættu að líta á verkefnið sem lausn sameiginlegs viðfangsefnis þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jöfnuðar Framsókn er hreyfi afl framfara í samfélaginu og setur barnafjölskyldur í forgang Anton Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Grunnskólar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Samfélag samvinnu og jafnaðar. Grunnskóla er ætlað það hlutverk að leggja grunn að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi og veita viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði. Næring er ein af grunnþörfum mannsins, öll þurfum við góða næringu til þess að geta fengist við verkefni dagsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna og er næring lykilatriði fyrir nemendur og hún á að vera í boði á jafnréttisgrundvelli á grunnskólastiginu án aðgreiningar og endurgjalds. Öll viljum við að börnin okkar séu vel nærð í amstri dagsins og höfum við í Suðurnesjabæ unnið markvisst að því að auka niðurgreiðslu skólamáltíða á kjörtímabilinu, um síðustu áramót var kostnaðarhlutfall sveitarfélags hækkað úr 50% í 60% og systkinaafsláttur innleiddur þar sem foreldrar borga fyrir 2 börn en 3+ án gjalds Við í Framsókn höfum talað skýrt fyrir því að okkur þykir sjálfsagt að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar og var það eitt af okkar helstu baráttumálum fyrir síðustu kosningar. Með gjaldfrjálsum skólamáltíðum stuðlum við að jafnræði á milli heimila óháð efnahag og stöðu foreldra. Grunnskólamenntun án aðgreiningar og endurgjalds Hugsjón okkar Framsóknar í Suðurnesjabæ er sú að á íslandi er skólaskylda og teljum við það í raun hreint og klárt velferðar og jafnréttismál að bjóða upp á raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun á Íslandi án aðgreiningar og endurgjalds. þannig stuðlum við að jafnræði barna óháð stöðu foreldra og tryggjum einnig að börn fái heita máltíð yfir daginn, en það er því miður veruleikinn á íslandi að öll börn búa ekki við slík lífsgæði. Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska, grundvallarlífskjara og náttúrugæða óháð uppruna, heilsu og efnahags. Stutt er síðan að breytingar voru gerðar á lögum um grunnskóla nr. 91 frá 12. júní 2008 en þar kom inn ákvæði í 31. gr laganna sem fjallar um "Kostnað í skyldunámi kemur fram að Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá. Framsókn hvatti sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins hvatti sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Sveitarstjórnarráð Framsóknar studdi að ríki og sveitarfélög myndu tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafði samþykkt. Við erum að stíga gríðarlega mikilvægt skref með því að innleiða gjaldfrjálsar skólamaltíðir á Íslandi og lýsi ég yfir ánægju með nýja kjarasamninga sem tryggja aukin lífskjör í landinu sem munu leiða af sér lækkun verðbólgu og vaxta, En þeir munu líka um leið tryggja börnunum okkar bjarta framtíð með jöfnu aðgengi að næringarríkum og hollum mat. Ríki og sveitarfélög ættu að líta á verkefnið sem lausn sameiginlegs viðfangsefnis þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jöfnuðar Framsókn er hreyfi afl framfara í samfélaginu og setur barnafjölskyldur í forgang Anton Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun