Frumhlaup Sjálfstæðismanna í héraði? Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 14. mars 2024 17:30 Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Markmið samningsaðila eru skýr; að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta, auka kaupmátt launafólks og vinna gegn verðbólgu. Vaxtakostnaður hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga og rekstur hins opinbera og heimilin í landinu. Talið er að sveitarfélögin spari um 2,5 milljarða fyrir hvert prósentustig lægri verðbólgu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram þingsályktunartillögu á síðasta ári, þess efnis að mennta- og barnamálaráðherra skyldi falið að vinna heildstæða stefnu um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir urðu síðar ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningsgerð. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa áhrif á næringaröryggi nemenda, eru efnahagslegur stuðningur við fjölskyldur, geta stuðlað að bættum námsárangri nemenda og auka félagslegt jafnrétti. Sem félagsleg aðgerð má reikna með að hún kosti sveitarfélögin í heild 1,2 milljarða á ársgrundvelli. Aðgerðirnar og umbætur munu skila fólkinu í landinu vaxandi velsæld á næstu árum sem vert er að gleðjast yfir. Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjórn, með Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Framsóknarflokknum, og tekur þannig þátt í sameiginlegum fjölþættum aðgerðum með Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði. Fjölmargir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum, eru þó langt í frá glaðir, og rita grein þar sem ákvörðunin um þátttöku sveitarfélaganna er gagnrýnd vegna skorts á samráði. Aðgerðin sem mun ná til ríflega 47.000 grunnskólabarna, er stórt kjaramál fyrir fjölskyldufólk og liður í veruleika kjarasamninga þar sem niðurstöður krefjast þess að samningsaðilar taki sameiginlega ábyrgð til að tryggja sátt á vinnumarkaði. Að horfa fram hjá skyldu allra, líka sveitarfélaga, til að koma að slíkri sátt er frumhlaup af hálfu oddvitanna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, varaþingmaður og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Markmið samningsaðila eru skýr; að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta, auka kaupmátt launafólks og vinna gegn verðbólgu. Vaxtakostnaður hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga og rekstur hins opinbera og heimilin í landinu. Talið er að sveitarfélögin spari um 2,5 milljarða fyrir hvert prósentustig lægri verðbólgu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram þingsályktunartillögu á síðasta ári, þess efnis að mennta- og barnamálaráðherra skyldi falið að vinna heildstæða stefnu um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir urðu síðar ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningsgerð. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa áhrif á næringaröryggi nemenda, eru efnahagslegur stuðningur við fjölskyldur, geta stuðlað að bættum námsárangri nemenda og auka félagslegt jafnrétti. Sem félagsleg aðgerð má reikna með að hún kosti sveitarfélögin í heild 1,2 milljarða á ársgrundvelli. Aðgerðirnar og umbætur munu skila fólkinu í landinu vaxandi velsæld á næstu árum sem vert er að gleðjast yfir. Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjórn, með Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Framsóknarflokknum, og tekur þannig þátt í sameiginlegum fjölþættum aðgerðum með Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði. Fjölmargir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum, eru þó langt í frá glaðir, og rita grein þar sem ákvörðunin um þátttöku sveitarfélaganna er gagnrýnd vegna skorts á samráði. Aðgerðin sem mun ná til ríflega 47.000 grunnskólabarna, er stórt kjaramál fyrir fjölskyldufólk og liður í veruleika kjarasamninga þar sem niðurstöður krefjast þess að samningsaðilar taki sameiginlega ábyrgð til að tryggja sátt á vinnumarkaði. Að horfa fram hjá skyldu allra, líka sveitarfélaga, til að koma að slíkri sátt er frumhlaup af hálfu oddvitanna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, varaþingmaður og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar