Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. mars 2024 22:05 Haukar var lurkum laminn eftir æfingu á mánudaginn og spilaði með nokkra sauma fyrir ofan augað vísir / anton brink Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. „Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira