Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. mars 2024 22:05 Haukar var lurkum laminn eftir æfingu á mánudaginn og spilaði með nokkra sauma fyrir ofan augað vísir / anton brink Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. „Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira