Ráðherra sem fer þvert á vilja Alþingis Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson skrifa 18. mars 2024 07:01 Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Tómas A. Tómasson Inga Sæland Eyjólfur Ármannsson Jakob Frímann Magnússon Ásthildur Lóa Þórsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun