Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 16. mars 2024 11:01 Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun