Uber gerir fimmtu stærstu sáttina í sögu Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 06:52 Leigubílstjórar fóru illa út úr því þegar Uber ruddist skyndilega inn á markaðinn í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Forsvarsmenn Uber í Ástralíu hafa samþykkt að greiða leigubílstjórum 272 milljónir dollara í bætur eftir „agressíva“ innkomu sína á leigubílamarkaðinn. Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá. Ástralía Leigubílar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá.
Ástralía Leigubílar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira