Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 19. mars 2024 07:31 Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun