„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:00 Markverðirnir tóku málin í eigin hendur. Vísir/Getty Images Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla. Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla.
Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00
Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti