Bónus, viðbót eða umframorka Hörður Arnarson skrifar 25. mars 2024 11:00 Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst. Við erum eina þjóðin í heimi sem rekur slíkt kerfi og ég er ítrekað spurður hvernig þetta sé eiginlega hægt. Okkur hefur tekist vel upp á undanförnum áratugum. Orkuvinnslugetan er hins vegar mismikil á hverju ári. Við semjum um sölu á orku miðað við lökustu orkuvinnsluárin, því við getum ekki lofað fyrirfram að meiri orka verði til. Þessi orka er svokölluð forgangsorka, sú orka sem við getum alltaf staðið við að afhenda. Þetta hugtak, forgangsorka, er hvergi annars staðar til. Orkuvinnslufyrirtæki í öðrum löndum selja einfaldlega alla orku sem þau framleiða og ef skortur verður þá er gripið til varaafls, hvort sem það er gas- eða kolaorkuver, jafnvel kjarnorkuver. Orkufyrirtæki þjóðarinnar leggur alla áherslu á ábyrgan rekstur og lofar ekki upp í ermina á sér. Um þetta snýst svonefnt orkuöryggi fyrst og fremst: að viðskiptavinir okkar, stórir og smáir, geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri. Oftast er afgangur Flest ár getum við unnið meiri raforku en þarf til að standa undir skuldbindingum okkar um afhendingu öruggrar forgangsorku. Við viljum nýta þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir sem allra best og þess vegna viljum við að sjálfsögðu koma allri raforku í verð. Við getum hins vegar ekki lofað að þessi umframorka verði alltaf tiltæk. Sum árin eru mjög góð vatnsár, önnur lakari. Við höfum alltaf staðið við afhendingu forgangsorkunnar og kappkostum að gera það áfram en þessi sveiflukennda aukaorka er líka verðmæti. Verðmæti sem við viljum ekki að renni einfaldlega framhjá raforkukerfinu okkar og þess vegna seljum við hana líka ef við getum, en ódýrari en forgangsorkuna. Viðskiptavinir sem kaupa þessa orku vita að hverju þeir ganga, enda er þessi orka beinlínis kölluð „skerðanleg“ og samningar kveða skýrt á um að ef harðnar á dalnum þá munum við neyðast til að hætta afhendingu á þessari ódýru og óöruggu orku. Stærstu viðskiptavinir okkar þurfa líka stundum að sæta skerðingu á raforku af því að í samningum þeirra er kveðið á um að t.d. 10-15% orkunnar séu skerðanleg í lélegum vatnsárum. Í vetur höfum við þurft að grípa til þess ráðs að skerða stóriðjusamninga á þennan hátt. Sumir viðskiptavinir okkar reiða sig nær eingöngu á skerðanlegu raforkuna, t.d. fyrir fjarvarmaveitur á köldum svæðum. Þegar náttúruöflin leyfa þá fá þessir viðskiptavinir ódýrustu orkuna sem völ er á hverju sinni. Þegar lítið rennur í lónin er þessi orka hins vegar ekki í boði, eins og ávallt er skýrt í öllum samningum. Orkan er ódýr af því að hún er ekki örugg og þegar náttúran hagar málum svo að hún er ekki í boði þá getum við ekki afhent hana. Styður við orkuskipti Fiskimjölsverksmiðjur hafa staðið í mjög árangursríkum orkuskiptum, frá olíu til rafmagns. Þær hafa keypt ódýrustu orkuna, skerðanlegu raforkuna, til að hjálpa til við þessi dýru umskipti og tekist að gera það án aðkomu stjórnvalda. Þessar verksmiðjur eru í raun eins og tvinnbíll sem ekur um 90% tímans á raforku. Skerðing á þessari skerðanlegu orku er ekki spurning um orkuöryggi, heldur algjörlega eðlileg aðgerð í lokuðu raforkukerfi. Orkuöryggi er eftir sem áður tryggt, þótt þeir aðilar sem kjósa að kaupa skerðanlega orku sæti því að afhending orku sé skert. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem kaupa skerðanlega orku geti og sætti sig við að taka á sig skerðingar þegar til þess kemur. Því miður er oft látið eins og skerðanleg orka sé neikvæð á einhvern hátt. Kannski vekur nafnið þau hughrif. Réttara væri að kalla þetta bónusorku, viðbótarorku eða umframorku. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að hægt sé að selja þessa umframorku og margir sem hafa notið góðs af því að fá ódýrustu orkuna sem í boði er – þegar hún er í boði. Þeir notendur sem þurfa að ganga að raforkunni sinni vísri allan ársins hring eiga ekki að kaupa skerðanlega orku. Ef þeim er um megn að kaupa örugga forgangsorku verða stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti því þótt Landsvirkjun sé í eigu þjóðarinnar lýtur fyrirtækið samkeppnislögum og má því ekki niðurgreiða orku til einstakra viðskiptavina. Skerðingar ótengdar orkuskorti Skerðingar eru ekki merki um orkuskort. Þær þýða bara að það varð ekki til mikil umframorka þetta árið. Það er alltaf staðið við gerða samninga um forgangsorku og svo reynt að selja það sem verður til umfram samningsgetu. Það er hins vegar orkuskortur ef við lendum í þeirri stöðu að ekki sé hægt að afhenda umsamda forgangsorku eða ef ekki er hægt að verða við óskum um slíka samninga á smásölumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að keppa um orkuna við stóriðjuna, heldur séu þessir tveir markaðir aðskildir eins og hefur verið frá stofnun Landsvirkjunar. Betri vatnsár munu ekki bæta úr orkuskorti, því það er ekki hægt að semja um langtímasölu á þeirri umframorku sem þá verður til. Það er gott að geta gert verðmæti úr henni þegar þannig árar og nýta þannig auðlindina og fjárfestingarnar sem best - en hún verður aldrei undirstaða orkuöryggis. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst. Við erum eina þjóðin í heimi sem rekur slíkt kerfi og ég er ítrekað spurður hvernig þetta sé eiginlega hægt. Okkur hefur tekist vel upp á undanförnum áratugum. Orkuvinnslugetan er hins vegar mismikil á hverju ári. Við semjum um sölu á orku miðað við lökustu orkuvinnsluárin, því við getum ekki lofað fyrirfram að meiri orka verði til. Þessi orka er svokölluð forgangsorka, sú orka sem við getum alltaf staðið við að afhenda. Þetta hugtak, forgangsorka, er hvergi annars staðar til. Orkuvinnslufyrirtæki í öðrum löndum selja einfaldlega alla orku sem þau framleiða og ef skortur verður þá er gripið til varaafls, hvort sem það er gas- eða kolaorkuver, jafnvel kjarnorkuver. Orkufyrirtæki þjóðarinnar leggur alla áherslu á ábyrgan rekstur og lofar ekki upp í ermina á sér. Um þetta snýst svonefnt orkuöryggi fyrst og fremst: að viðskiptavinir okkar, stórir og smáir, geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri. Oftast er afgangur Flest ár getum við unnið meiri raforku en þarf til að standa undir skuldbindingum okkar um afhendingu öruggrar forgangsorku. Við viljum nýta þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir sem allra best og þess vegna viljum við að sjálfsögðu koma allri raforku í verð. Við getum hins vegar ekki lofað að þessi umframorka verði alltaf tiltæk. Sum árin eru mjög góð vatnsár, önnur lakari. Við höfum alltaf staðið við afhendingu forgangsorkunnar og kappkostum að gera það áfram en þessi sveiflukennda aukaorka er líka verðmæti. Verðmæti sem við viljum ekki að renni einfaldlega framhjá raforkukerfinu okkar og þess vegna seljum við hana líka ef við getum, en ódýrari en forgangsorkuna. Viðskiptavinir sem kaupa þessa orku vita að hverju þeir ganga, enda er þessi orka beinlínis kölluð „skerðanleg“ og samningar kveða skýrt á um að ef harðnar á dalnum þá munum við neyðast til að hætta afhendingu á þessari ódýru og óöruggu orku. Stærstu viðskiptavinir okkar þurfa líka stundum að sæta skerðingu á raforku af því að í samningum þeirra er kveðið á um að t.d. 10-15% orkunnar séu skerðanleg í lélegum vatnsárum. Í vetur höfum við þurft að grípa til þess ráðs að skerða stóriðjusamninga á þennan hátt. Sumir viðskiptavinir okkar reiða sig nær eingöngu á skerðanlegu raforkuna, t.d. fyrir fjarvarmaveitur á köldum svæðum. Þegar náttúruöflin leyfa þá fá þessir viðskiptavinir ódýrustu orkuna sem völ er á hverju sinni. Þegar lítið rennur í lónin er þessi orka hins vegar ekki í boði, eins og ávallt er skýrt í öllum samningum. Orkan er ódýr af því að hún er ekki örugg og þegar náttúran hagar málum svo að hún er ekki í boði þá getum við ekki afhent hana. Styður við orkuskipti Fiskimjölsverksmiðjur hafa staðið í mjög árangursríkum orkuskiptum, frá olíu til rafmagns. Þær hafa keypt ódýrustu orkuna, skerðanlegu raforkuna, til að hjálpa til við þessi dýru umskipti og tekist að gera það án aðkomu stjórnvalda. Þessar verksmiðjur eru í raun eins og tvinnbíll sem ekur um 90% tímans á raforku. Skerðing á þessari skerðanlegu orku er ekki spurning um orkuöryggi, heldur algjörlega eðlileg aðgerð í lokuðu raforkukerfi. Orkuöryggi er eftir sem áður tryggt, þótt þeir aðilar sem kjósa að kaupa skerðanlega orku sæti því að afhending orku sé skert. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem kaupa skerðanlega orku geti og sætti sig við að taka á sig skerðingar þegar til þess kemur. Því miður er oft látið eins og skerðanleg orka sé neikvæð á einhvern hátt. Kannski vekur nafnið þau hughrif. Réttara væri að kalla þetta bónusorku, viðbótarorku eða umframorku. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að hægt sé að selja þessa umframorku og margir sem hafa notið góðs af því að fá ódýrustu orkuna sem í boði er – þegar hún er í boði. Þeir notendur sem þurfa að ganga að raforkunni sinni vísri allan ársins hring eiga ekki að kaupa skerðanlega orku. Ef þeim er um megn að kaupa örugga forgangsorku verða stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti því þótt Landsvirkjun sé í eigu þjóðarinnar lýtur fyrirtækið samkeppnislögum og má því ekki niðurgreiða orku til einstakra viðskiptavina. Skerðingar ótengdar orkuskorti Skerðingar eru ekki merki um orkuskort. Þær þýða bara að það varð ekki til mikil umframorka þetta árið. Það er alltaf staðið við gerða samninga um forgangsorku og svo reynt að selja það sem verður til umfram samningsgetu. Það er hins vegar orkuskortur ef við lendum í þeirri stöðu að ekki sé hægt að afhenda umsamda forgangsorku eða ef ekki er hægt að verða við óskum um slíka samninga á smásölumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að keppa um orkuna við stóriðjuna, heldur séu þessir tveir markaðir aðskildir eins og hefur verið frá stofnun Landsvirkjunar. Betri vatnsár munu ekki bæta úr orkuskorti, því það er ekki hægt að semja um langtímasölu á þeirri umframorku sem þá verður til. Það er gott að geta gert verðmæti úr henni þegar þannig árar og nýta þannig auðlindina og fjárfestingarnar sem best - en hún verður aldrei undirstaða orkuöryggis. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun