Formaður geðlækna illa áttaður? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 27. mars 2024 13:00 Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun