Má þjóðin ráða? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:00 Hvert sem ég fer er fólk að ræða við mig um stöðu heimilisbókhaldsins. Efnahagsástandið er farið að rífa verulega í hjá fólkinu okkar. Fólki sem hefur gert allt samkvæmt bókinni en finnur samt fyrir því að róðurinn þyngist og erfiðara er að láta reikningsdæmið ganga almennilega upp. Við sjáum fréttir af því að heimili landsins eru að taka yfirdrátt í hrönnum með tilheyrandi 17% vöxtum til að ná endum saman. Seðlabankinn lækkaði ekki vexti í síðustu viku. Verðbólgan fór svo upp í nýjustu mælingu en ekki niður, eins og vonir stóðu til. Allt þetta hefur áhrif. Til hins verra. Fólk spyr mig gjarnan hvers vegna vaxtastigið þurfi alltaf að vera tvisvar til þrisvar sinnum hærra hér en í löndunum sem við berum okkur saman við? Hvers vegna verðbólgan sé hærriog vari lengur en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum? Af hverju matarkarfan sé svona dýr? Hvers vegna almennileg samkeppniþrífist ekki á Íslandi? Þrátt fyrir að laun hér á landi eru með hæsta móti, virðist dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Það blasir við að ekki er hægt að fara lengur í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Lítið hagkerfi með örmynt í bland við slaka efnahagsstjórn og sérstakt vinnumarkaðsmódel er svarið við fyrrnefndum spurningunum. Höfum í huga að ríkið greiðir nú hið minnsta 80 milljarða í vexti í stað þess að nota það fjármagn í uppbyggingu innviða. Kostnaður við krónuna er hátt í þrjúhundruð milljarðar á ári fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkisvaldið. Og svo kvörtum við yfir því að það vanti fjármagn í mörg brýn verkefni og mikilvæg! En svona er þetta – og hefur alltaf verið. Í sögulegu samhengi fáum við síðan reglulega fram á sjónarsviðið hina einu sönnu spámenn sem segjast geta lagað þetta allt án þess að hrófla við rótum vandans. Því þeirra er mátturinn. Eða þannig. Sama hversu vel meinandi þeir kunna að vera þá kemur hinn kaldi hrammur krónunnar reglulega og eyðir jafnvæginu í samfélaginu og deilir byrðunum mismunandi. Oftast eru það millitekjuhóparnir sem taka á sig mestu höggin meðan aðrir hópar eru iðulega undanskildir krónuhagkerfinu. Við fáum góð tímabil í alsælu og svo slæm tímabil sem éta allt upp. Og þannig endurtekur sagan sig, aftur og aftur. Eins og það fari dálítið eftir því hversu heppinn maður er við fæðinguhvar í hagsveiflunum viðkomandi lendir. Dýra matarkarfan fer ekki frá okkur, ekki heldur fákeppnin (þar sem frekar er gefið í af hálfu stjórnvalda heldur en hitt) og við greiðum allt að þrisvar sinnum meira fyrir heimilin okkar en aðrar þjóðir í Evrópu. Þetta er ekki sanngjarnt. Hættum að berja höfðinu við steininn. Þungur tónn þjóðarinnar Ég skynja þungan tón í þjóðinni okkar. Fólk er áhyggjufullt.Við erum að klára enn einn veturinn með tilheyrandi veðurviðvörunum og skammdegi, við erum að upplifa viðvarandi eldgosahrinu í Grindavík. Því fylgir líka mikil sorg og óvissa hjá heimamönnum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín skyndilega. Við erum í mikilli innviðaskuld í landinu okkar, heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem skyldi vegna læknaskorts og biðlista, húsnæðismálin eru á erfiðum stað, orkumálin sömuleiðis. Veruleiki menntakerfisins endurspeglast að vissu leyti í PISA og áhyggjum kennara og foreldra af skólakerfinu okkar. Við finnum líka fyrir uppgangi popúlisma og óþolinmæði gagnvart jaðarsettum hópum. Fjölbreytileikinn á undir högg að sækja. Allir þessir þættir mynda pendúl samfélagsins. Og það er stjórnvalda að vera með skýr svör – og slá tóninn. Stilla strengina og tryggja taktinn. Til skemmri og lengri tíma.Síðustu misserin hafa því miður borið með sér lítinn takt og enga stjórnfestu þegar kemur að stjórnarheimilinu. Það sjá allir landsmenn, finna og heyra. Þjóðaratkvæði fyrir árslok Í fyrsta lagi þurfum við ríkisstjórn sem virkar. Við þurfum ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir og hlustar á þjóðina. Við þurfum til skemmri tíma að taka til hendinni í ríkisfjármálunum. Taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða. Við verðum að rétta kúrsinn. Annað er ekki í boði. Öguð hagstjórn er lykillinn. Til lengri tíma hygg ég að það sé skynsamlegt að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og sjá hvort okkur takist að landa samningi sem er góður fyrir land og þjóð. Við það á enginn í stjórnmálum að vera smeykur, hvað þá hræddur. Upptaka evru er síðan algjör lykill að því að koma í veg fyrir þessar endalausu hagsveiflur, sem hver einasta kynslóð á Íslandi þekkir af eigin raun. Svo ég tali ekki um fákeppni og dýrtíð. Við eigum ekki síst að tryggja ungu kynslóðinni tækifæri til að velja hvernig framtíð hún vilji. Hvernig við stöndum undir réttlátu og samkeppnishæfu samfélagi. Að hún fái að kjósa um það hvort halda eigi viðræðunum áfram fyrir árslok 2024. Það eru miklir hagsmunir undir. Við vitum fyrir víst að það er ákveðnir hópar og öfl sem munu gera allt til að koma í veg fyrir að þjóðin ráði meiru um framtíð sína en þeir. Fyrir þau er aldrei réttur tími til að breyta frá fákeppni og krónuskatti enda umhverfi sem hentar þeim ágætlega. Viðreisn hefur þess vegna ítrekað flutt þingsályktun um að Íslendingar fái sjálfir að ákveða framhald viðræðna við ESBog setji framtíðina á dagskrá. Það er ekki erfitt skref nema fyrir fáa útvalda. Sem við vitum hverjir eru. Spurningin sem við leggjum til í þjóðaratkvæðagreiðslu er eftirfarandi: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning, sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ ❏ Já. ❏ Nei. …. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Viðreisn Eldgos og jarðhræringar Evrópusambandið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hvert sem ég fer er fólk að ræða við mig um stöðu heimilisbókhaldsins. Efnahagsástandið er farið að rífa verulega í hjá fólkinu okkar. Fólki sem hefur gert allt samkvæmt bókinni en finnur samt fyrir því að róðurinn þyngist og erfiðara er að láta reikningsdæmið ganga almennilega upp. Við sjáum fréttir af því að heimili landsins eru að taka yfirdrátt í hrönnum með tilheyrandi 17% vöxtum til að ná endum saman. Seðlabankinn lækkaði ekki vexti í síðustu viku. Verðbólgan fór svo upp í nýjustu mælingu en ekki niður, eins og vonir stóðu til. Allt þetta hefur áhrif. Til hins verra. Fólk spyr mig gjarnan hvers vegna vaxtastigið þurfi alltaf að vera tvisvar til þrisvar sinnum hærra hér en í löndunum sem við berum okkur saman við? Hvers vegna verðbólgan sé hærriog vari lengur en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum? Af hverju matarkarfan sé svona dýr? Hvers vegna almennileg samkeppniþrífist ekki á Íslandi? Þrátt fyrir að laun hér á landi eru með hæsta móti, virðist dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Það blasir við að ekki er hægt að fara lengur í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Lítið hagkerfi með örmynt í bland við slaka efnahagsstjórn og sérstakt vinnumarkaðsmódel er svarið við fyrrnefndum spurningunum. Höfum í huga að ríkið greiðir nú hið minnsta 80 milljarða í vexti í stað þess að nota það fjármagn í uppbyggingu innviða. Kostnaður við krónuna er hátt í þrjúhundruð milljarðar á ári fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkisvaldið. Og svo kvörtum við yfir því að það vanti fjármagn í mörg brýn verkefni og mikilvæg! En svona er þetta – og hefur alltaf verið. Í sögulegu samhengi fáum við síðan reglulega fram á sjónarsviðið hina einu sönnu spámenn sem segjast geta lagað þetta allt án þess að hrófla við rótum vandans. Því þeirra er mátturinn. Eða þannig. Sama hversu vel meinandi þeir kunna að vera þá kemur hinn kaldi hrammur krónunnar reglulega og eyðir jafnvæginu í samfélaginu og deilir byrðunum mismunandi. Oftast eru það millitekjuhóparnir sem taka á sig mestu höggin meðan aðrir hópar eru iðulega undanskildir krónuhagkerfinu. Við fáum góð tímabil í alsælu og svo slæm tímabil sem éta allt upp. Og þannig endurtekur sagan sig, aftur og aftur. Eins og það fari dálítið eftir því hversu heppinn maður er við fæðinguhvar í hagsveiflunum viðkomandi lendir. Dýra matarkarfan fer ekki frá okkur, ekki heldur fákeppnin (þar sem frekar er gefið í af hálfu stjórnvalda heldur en hitt) og við greiðum allt að þrisvar sinnum meira fyrir heimilin okkar en aðrar þjóðir í Evrópu. Þetta er ekki sanngjarnt. Hættum að berja höfðinu við steininn. Þungur tónn þjóðarinnar Ég skynja þungan tón í þjóðinni okkar. Fólk er áhyggjufullt.Við erum að klára enn einn veturinn með tilheyrandi veðurviðvörunum og skammdegi, við erum að upplifa viðvarandi eldgosahrinu í Grindavík. Því fylgir líka mikil sorg og óvissa hjá heimamönnum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín skyndilega. Við erum í mikilli innviðaskuld í landinu okkar, heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem skyldi vegna læknaskorts og biðlista, húsnæðismálin eru á erfiðum stað, orkumálin sömuleiðis. Veruleiki menntakerfisins endurspeglast að vissu leyti í PISA og áhyggjum kennara og foreldra af skólakerfinu okkar. Við finnum líka fyrir uppgangi popúlisma og óþolinmæði gagnvart jaðarsettum hópum. Fjölbreytileikinn á undir högg að sækja. Allir þessir þættir mynda pendúl samfélagsins. Og það er stjórnvalda að vera með skýr svör – og slá tóninn. Stilla strengina og tryggja taktinn. Til skemmri og lengri tíma.Síðustu misserin hafa því miður borið með sér lítinn takt og enga stjórnfestu þegar kemur að stjórnarheimilinu. Það sjá allir landsmenn, finna og heyra. Þjóðaratkvæði fyrir árslok Í fyrsta lagi þurfum við ríkisstjórn sem virkar. Við þurfum ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir og hlustar á þjóðina. Við þurfum til skemmri tíma að taka til hendinni í ríkisfjármálunum. Taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða. Við verðum að rétta kúrsinn. Annað er ekki í boði. Öguð hagstjórn er lykillinn. Til lengri tíma hygg ég að það sé skynsamlegt að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og sjá hvort okkur takist að landa samningi sem er góður fyrir land og þjóð. Við það á enginn í stjórnmálum að vera smeykur, hvað þá hræddur. Upptaka evru er síðan algjör lykill að því að koma í veg fyrir þessar endalausu hagsveiflur, sem hver einasta kynslóð á Íslandi þekkir af eigin raun. Svo ég tali ekki um fákeppni og dýrtíð. Við eigum ekki síst að tryggja ungu kynslóðinni tækifæri til að velja hvernig framtíð hún vilji. Hvernig við stöndum undir réttlátu og samkeppnishæfu samfélagi. Að hún fái að kjósa um það hvort halda eigi viðræðunum áfram fyrir árslok 2024. Það eru miklir hagsmunir undir. Við vitum fyrir víst að það er ákveðnir hópar og öfl sem munu gera allt til að koma í veg fyrir að þjóðin ráði meiru um framtíð sína en þeir. Fyrir þau er aldrei réttur tími til að breyta frá fákeppni og krónuskatti enda umhverfi sem hentar þeim ágætlega. Viðreisn hefur þess vegna ítrekað flutt þingsályktun um að Íslendingar fái sjálfir að ákveða framhald viðræðna við ESBog setji framtíðina á dagskrá. Það er ekki erfitt skref nema fyrir fáa útvalda. Sem við vitum hverjir eru. Spurningin sem við leggjum til í þjóðaratkvæðagreiðslu er eftirfarandi: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning, sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ ❏ Já. ❏ Nei. …. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar