Hvar er stóraukna fylgið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2024 10:00 Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun