Vilja flugvöllinn nefndan í höfuðið á Trump Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 07:53 Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lagði fram frumvarp sitt á föstudaginn. AP Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni. Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024
Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira