Hvernig forseti Íslands getur aukið atvinnu og velsæld á Vestfjörðum Ástþór Magnússon skrifar 4. apríl 2024 10:30 Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar