Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 12:08 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu. Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira