Fordæma kynleiðréttingaraðgerðir og staðgöngumæðrun Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 13:28 Frans páfi hefur fordæmt kynjafræði sem verstu hættuna sem steðji að mannkyninu um þessar mundir því hún sækist eftir því að eyða muninum á körlum og konum. AP/Gregorio Borgia Páfagarður lýsir kynleiðréttingaraðgerðum og staðgöngumæðrun sem alvarlegu broti gegn mannlegri virðingu í nýrri stefnuyfirlýsingu sem var birt í dag að skipan páfa. Afstaða kaþólsku kirkjunnar til þess er þannig sú sama og til þungunarrofs og líknardráps. Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar. Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar.
Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira