Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 08:59 Drengur fær sér vatn að drekka við strætisvagnastöð á heitum sumardegi í Hyderbad á Indlandi. AP/Mahesh Kumar Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35