Hámark tryggir sjálfbærni Gylfi Ólafsson skrifar 10. apríl 2024 09:01 Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Gylfi Ólafsson Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun