OJ Simpson er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 14:49 O.J. Simpson hefur verið tíður gestur í dómssal undanfarna áratugi. Getty Images/Julie Jacobson OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans birti í gær biðja þau um næði. On April 10th, our father, Orenthal James Simpson, succumbed to his battle with cancer.He was surrounded by his children and grandchildren. During this time of transition, his family asks that you please respect their wishes for privacy and grace.-The Simpson Family— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) April 11, 2024 Árið 1994 var hann ákærður fyrir að stinga Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína og Ronald Goldman, vin hennar, til bana á heimili hennar í Los Angeles. Hann var þó sýknaður í dómsal ári síðar. Lík Simpson og Goldman fundust fyrir utan heimili hennar þann 12. júní 1994 og lá Simpson strax undir grun. Fimm dögum síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum en í stað þess að gefa sig fram reyndi hann að flýja undan lögreglunni á hvítum Ford Bronco jeppa. Árið 1997 höfðaði fjölskylda Goldman mál gegn Simpson þar sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunni 33,5 milljónir dala í skaðabætur. Til að greiða þá upphæð neyddist Simpson til að selja verðlaunagripi sína og minjagripi. Árið 2007 var hann svo dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir rán. Þá notaði Simpson skotvopn til að ræna tvo minjagripasala í Las Vegas. Hann hélt því fram að hann hefði verið að reyna að ná aftur minjagripum sem hefði verið stolið af honum. Hann afplánaði tæp níu ár af þeim dómi og var sleppt árið 2017. Andlát Bandaríkin NFL Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans birti í gær biðja þau um næði. On April 10th, our father, Orenthal James Simpson, succumbed to his battle with cancer.He was surrounded by his children and grandchildren. During this time of transition, his family asks that you please respect their wishes for privacy and grace.-The Simpson Family— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) April 11, 2024 Árið 1994 var hann ákærður fyrir að stinga Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína og Ronald Goldman, vin hennar, til bana á heimili hennar í Los Angeles. Hann var þó sýknaður í dómsal ári síðar. Lík Simpson og Goldman fundust fyrir utan heimili hennar þann 12. júní 1994 og lá Simpson strax undir grun. Fimm dögum síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum en í stað þess að gefa sig fram reyndi hann að flýja undan lögreglunni á hvítum Ford Bronco jeppa. Árið 1997 höfðaði fjölskylda Goldman mál gegn Simpson þar sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunni 33,5 milljónir dala í skaðabætur. Til að greiða þá upphæð neyddist Simpson til að selja verðlaunagripi sína og minjagripi. Árið 2007 var hann svo dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir rán. Þá notaði Simpson skotvopn til að ræna tvo minjagripasala í Las Vegas. Hann hélt því fram að hann hefði verið að reyna að ná aftur minjagripum sem hefði verið stolið af honum. Hann afplánaði tæp níu ár af þeim dómi og var sleppt árið 2017.
Andlát Bandaríkin NFL Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira