Uppgjörið: Fjölnir - Keflavík 69-100 | Deildarmeistararnir rúlluðu yfir Fjölni Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 17:06 Vísir/Hulda Margrét Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru einum sigri frá undanúrslitunum eftir að hafa rúllað yfir Fjölni í öðrum leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Keflavík vann 31 stigs sigur 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður með hvernig hans lið byrjaði síðasta leik gegn Fjölni. Á fyrstu fimm mínútunum í dag fannst manni eins og liðið hafi ekki unnið í því vandamáli á milli leikja í einvíginu. Fjölnir þurfti að hafa töluvert minna fyrir sínum körfum og heimakonur voru yfir eftir fyrstu fimm mínúturnar. Keflavík svaraði dapri byrjun með sjö stigum í röð og liðið fann sinn takt betur eftir það. Stemmningin í Grafarvogi var lítil sem engin og það var hlutverk Sverris að halda uppi talanda og stemmningu hjá deildar- og bikarmeisturunum sem hann gerði vel. Eftir fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir úr Keflavík aldrei í neinum vandræðum með Fjölni í fyrri hálfleik og munurinn jókst eftir því sem leið á. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, reyndi að bregðast við þróun leiksins með leikhléi í öðrum leikhluta tólf stigum undir 32-44 en ekkert breyttist. Keflavík var 24 stigum yfir í hálfleik 38-62. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Keflavík. Úrslit leiksins voru löngu ráðin enda Keflavík í allt öðrum styrkleikaflokki en Fjölnir. Keflavík vann bæði þriðja og fjórða leikhluta en ekki með neinum glæsibrag sem var eðlilegt þar sem allir fengu að spila og forskot Keflavíkur var aldrei í hættu. Keflavík vann að lokum 31 stigs sigur 69-100. Keflavík er komið 2-0 yfir í einvíginu gegn Fjölni og þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að komast í undanúrslitin. Atvik leiksins Í leik sem Keflavík var töluvert sigurstranglegri og á endanum rúllaði yfir Fjölni vakti mesta athygli skondinn tapaður bolti eftir uppkast. Leikurinn byrjaði á ansi sérstökum töpuðum bolta. Eftir uppkastið kom boltinn í hendurnar á Daniela Wallen en að hennar mati var boltinn heit kartafla og hún henti boltanum aftur fyrir bak beint á Heiði Karlsdóttur, leikmanni Fjölnis. Stjörnur og skúrkar Sara Rún Hinriksdóttir spilaði virkilega vel í dag. Sara var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig en hún tók einnig 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Daniela Wallen var ekki síðri. Hún var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 17 stig og tók 12 fráköst. Daniela var að skjóta virkilega vel en hún endaði með 72 prósent skotnýtingu. Í liði Fjölnis voru þó nokkrir skúrkar. Raquel Laneiro þurfti að gera ansi mikið en hún gerði 20 stig úr 31 prósent skotnýtingu sem var það lægsta hjá leikmanni Fjölnis. Einnig tapaði hún fjórum boltum. Varamannabekkur Fjölnis skilaði aðeins 9 stigum á meðan varamannabekkur Keflavíkur skilaði 28 stigum meira. Dómararnir Í dómaratríó dagsins voru Jón Þór Eyþórsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. Þetta var mjög auðveldur leikur að dæma þar sem yfirburðir Keflavíkur voru miklir og vafaatriðin engin. Dómararnir fá 7 í einkunn Stemmningin og umgjörð Ungmennafélagsandinn réði ríkjum í Dalhúsum í dag og skellt var í vöfflukaffi fyrir leik. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, sagði í viðtali fyrir leik að hann vonaðist eftir fullu húsi af stuðningsmönnum Fjölnis. Hallgrími varð svo sannarlega ekki að ósk sinni þar sem það hafði nánast enginn Grafarvogsbúi áhuga á þessum leik. Ég er ekki frá því að ég hafi farið í hádegismat síðustu helgi með fjölmennari hópi en Grafarvogsbúum eldri en tíu ára sem mættu á leikinn. Viðtöl Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir
Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru einum sigri frá undanúrslitunum eftir að hafa rúllað yfir Fjölni í öðrum leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Keflavík vann 31 stigs sigur 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður með hvernig hans lið byrjaði síðasta leik gegn Fjölni. Á fyrstu fimm mínútunum í dag fannst manni eins og liðið hafi ekki unnið í því vandamáli á milli leikja í einvíginu. Fjölnir þurfti að hafa töluvert minna fyrir sínum körfum og heimakonur voru yfir eftir fyrstu fimm mínúturnar. Keflavík svaraði dapri byrjun með sjö stigum í röð og liðið fann sinn takt betur eftir það. Stemmningin í Grafarvogi var lítil sem engin og það var hlutverk Sverris að halda uppi talanda og stemmningu hjá deildar- og bikarmeisturunum sem hann gerði vel. Eftir fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir úr Keflavík aldrei í neinum vandræðum með Fjölni í fyrri hálfleik og munurinn jókst eftir því sem leið á. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, reyndi að bregðast við þróun leiksins með leikhléi í öðrum leikhluta tólf stigum undir 32-44 en ekkert breyttist. Keflavík var 24 stigum yfir í hálfleik 38-62. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Keflavík. Úrslit leiksins voru löngu ráðin enda Keflavík í allt öðrum styrkleikaflokki en Fjölnir. Keflavík vann bæði þriðja og fjórða leikhluta en ekki með neinum glæsibrag sem var eðlilegt þar sem allir fengu að spila og forskot Keflavíkur var aldrei í hættu. Keflavík vann að lokum 31 stigs sigur 69-100. Keflavík er komið 2-0 yfir í einvíginu gegn Fjölni og þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að komast í undanúrslitin. Atvik leiksins Í leik sem Keflavík var töluvert sigurstranglegri og á endanum rúllaði yfir Fjölni vakti mesta athygli skondinn tapaður bolti eftir uppkast. Leikurinn byrjaði á ansi sérstökum töpuðum bolta. Eftir uppkastið kom boltinn í hendurnar á Daniela Wallen en að hennar mati var boltinn heit kartafla og hún henti boltanum aftur fyrir bak beint á Heiði Karlsdóttur, leikmanni Fjölnis. Stjörnur og skúrkar Sara Rún Hinriksdóttir spilaði virkilega vel í dag. Sara var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig en hún tók einnig 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Daniela Wallen var ekki síðri. Hún var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 17 stig og tók 12 fráköst. Daniela var að skjóta virkilega vel en hún endaði með 72 prósent skotnýtingu. Í liði Fjölnis voru þó nokkrir skúrkar. Raquel Laneiro þurfti að gera ansi mikið en hún gerði 20 stig úr 31 prósent skotnýtingu sem var það lægsta hjá leikmanni Fjölnis. Einnig tapaði hún fjórum boltum. Varamannabekkur Fjölnis skilaði aðeins 9 stigum á meðan varamannabekkur Keflavíkur skilaði 28 stigum meira. Dómararnir Í dómaratríó dagsins voru Jón Þór Eyþórsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. Þetta var mjög auðveldur leikur að dæma þar sem yfirburðir Keflavíkur voru miklir og vafaatriðin engin. Dómararnir fá 7 í einkunn Stemmningin og umgjörð Ungmennafélagsandinn réði ríkjum í Dalhúsum í dag og skellt var í vöfflukaffi fyrir leik. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, sagði í viðtali fyrir leik að hann vonaðist eftir fullu húsi af stuðningsmönnum Fjölnis. Hallgrími varð svo sannarlega ekki að ósk sinni þar sem það hafði nánast enginn Grafarvogsbúi áhuga á þessum leik. Ég er ekki frá því að ég hafi farið í hádegismat síðustu helgi með fjölmennari hópi en Grafarvogsbúum eldri en tíu ára sem mættu á leikinn. Viðtöl
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum