Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:14 Kristófer Acox og félagar í Val fengu far til Egilsstaða með þotum Landsvirkjunar. Vísir / Hulda Margrét Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum. Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum.
Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira