Ég er ánægð að vera hætt með Rapyd Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví skrifar 15. apríl 2024 09:00 Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun